...
Ég held að ég sé hárfínt á mörkunum að vera ennþá full og ógeðslega þunn. Er að reyna að muna gærkvöldið, ég veit að það byrjaði heima hjá Birni Jóns og endaði á Players með smá trúnó með Rúti og Birni Róbert... Úff. Það er bara ógeðslega langt síðan ég hef djammað svona svakalega, sennilega ekki síðan á 10 ára reunioninu fyrir vestan (bananadrama anyone :p) og það var alveg fyrir 2 árum! Það væri svosem í lagi með þetta allt saman ef ég væri ennþá meðvitundarlaus heima hjá mér, en nei, ég þarf að vinna í dag. Ég veit ekki alveg hvernig ég ætla að fara að þessu, það kemur bara í ljós...