<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/8130701?origin\x3dhttp://skolabull.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

föstudagur, september 23, 2005

Forget about farmer's tan...

posted by annabjörg @ 5:34 e.h.  
...I got me a mean trucker's tan!

Benidorm er allt sem ég hélt og meira til (sjá færslu hér að neðan), sem sagt ekta túristaGILDRA sem maður á í rauninni ekkert að vera að fara til nema maður sé til í að vera blindfullur allan sólarhringinn, nú eða ellismellur með leðurhúð (voðalega mikið af þeim þarna á þessum árstíma). En ferðin var samt alveg fín fyrir utan það að spænsk hús eru byggð án hljóðeinangrunar og gólfin eru úr steini. Það er ekki gott þegar fólkið fyrir ofan mann er dragandi til stóla og labbandi á háum hælum langt fram eftir nóttu og svo byrjaði almennur umgangur eldsnemma á morgnana svo að eftir 4 nætur af 4-6 tíma svefni vorum við orðnar alvarlega úrillar og fengum inni á öðru (miklu flottara) íbúðahóteli í Calpe sem er þar þarnæsti bær við Benidorm. Ef ég fer einhvern tíman aftur á þessar slóðir ætla ég að vera í Calpe, það er sko allt annað andrúmsloft þar heldur en á Benidorm, minna um fulla Breta og ekki túristasjoppur með sama varninginn á hverju götuhorni og tíu sinnum þar á milli. Við versluðum samt soldið í þessum búðum, aðallega af því að við höfðum svosem ekkert annað að gera á kvöldin en að rölta um og kíkja í búðir (búðirnar eru sko lokaðar seinni partinn og opnar langt fram á kvöld, síestan sko!) af því að við mamma erum ekkert fyrir þetta pöbbarölt. Samt fyndið að í öll þessi skipti sem mamma hefur farið til Beni hefur hún alltaf farið með fyllibyttum sem nenna eiginlega engu nema að hanga á pöbbum fram eftir öllu og komast ekki í gang fyrr en undir kvöld daginn eftir svo hún var voða ánægð núna með að komast út að gera eitthvað fyrir hádegi. Og við náðum að gera fullt; fyrsta daginn (föstudag) fórum við reyndar bara út að labba, kíktum í búðir, sóluðum okkur uppi á þaki (það er sko sólbaðsaðstaða og sundlaug á þakinu á hótelinu) og fórum í fyrsta og eina skiptið niður á ströndina. Fengum okkur svo að borða ekta spánskan mat á sjávarréttastað við ströndina. Mér fannst hann ekkert rosa góður sko...

Á laugardaginn var það Terra Mitica og ljónið Rey sem ég er búin að minnast á áður (ég er ennþá að komast yfir það að ég hélt á ljóni!). Terra Mitica er skemmtigarður með sögulegu þema, garðinum er skipt í 5 svæði sem hvert táknar landsvæði við Miðjarðarhaf (Egyptaland, Grikkland, Róm, Íbería og Eyjarnar) og ýmis fróðleikur, skemmtun og tívolítæki í boði á hverju svæði. Ég fór samt bara í einn rússíbana og nokkur smátæki og ferðir sem var lítil röð við, mamma var sko ekki til í nein tæki og mér fannst ekki sanngjarnt að láta hana bíða endalaust á meðan ég fór í tækin. Enda er ég ekkert sérlega mikill adrenalínfíkill og líður bara ágætlega með það! Það er samt hægt að eyða meirihluta úr degi þarna þótt maður labbi bara um og skoði og útsýnið niður í bæinn og upp í fjöllin í kring er stórkostlegt. Mæli með heimsókn þangað ef þið eigið leið um Benidorm.

Á sunnudeginum fórum við á flóamarkað. Byrjuðum á því að villast og labba miklu lengra en við þurftum að labba en það var svosem í lagi, ekkert að því að fá smá hreyfingu út úr fríinu líka! Þessi markaður er HUGE og selur allt milli himins og jarðar, allt frá skartgripum til nærbuxna (samt ekki notaðar nærbuxur eins og ég sá á markaðnum í Amsterdam!). Ég keypti notaðan rúskinnsjakka á 10 evrur. Það er fatahreinsunarmiði inní honum frá 1984 svo að það er greinilega saga á bakvið hann en nú hefur hann semsagt nýtt líf í fataskápnum mínum á Íslandi. Það var samt enginn spegill þarna svo að ég treysti á mömmu þegar ég mátaði en þegar ég komst í spegil fannst mér hann ekkert ógó flottur á mér. En hú kers, hann kostaði bara 10 evrur!!! Löbbuðum svo styttri leiðina til baka og fórum aftur út að rölta/versla um kvöldið.

Á mánudaginn fórum við í skipulagða ferð á vegum ferðaskrifstofunnar til fjallaþorpsins Guadalest sem er æðislegur staður. Ég á bara ekki orð til að lýsa því svo að ég verð að sýna ykkur myndir þegar þær verða komnar á netið. Það eina sem við vorum ekki nógu ánægðar með var það hvað við fengum stuttan tíma þarna, það eru nefnilega mjög skemmtileg og merkileg söfn til að skoða (m.a. safn pyntingatækja frá tímum spánska rannsóknarréttarins og safn af minnstu höggmyndum og málverkum í heimi sem eru máluð á hrísgrjón eða steypt á títuprjónshausa eða eitthvað þaðan af minna og maður skoðar í gegnum smásjá. Amazing!), það er hægt að fara ofan í dýflissu sem var notuð fram á 19. öld minnir mig að leiðsögukonan hafi sagt og skoða hluta af kastalaveggjum sem voru hlaðnir á tímum Mára á Spáni og þetta er bara mjög spes og fallegur staður. Þið fáið að sjá myndir (hvort sem þið viljið það eða ekki!).

Á þriðjudeginum vöknuðum við alvarlega úrillar og fluttum á hitt hótelið (fararstjórarnir eiga hrós skilið fyrir að hafa reddað þessu fyrir okkur). Sem betur fer fengum við bílaleigubílinn okkar á þriðjudagsmorgninum svo að það var ekkert mál að flytja okkur alla leiðina til Calpe. Svo skelltum við okkur bara aftur til Guadalest! Kláruðum að skoða söfnin og fengum okkur að borða og svona, tókum því bara rólega og fórum á okkar eigin hraða. Það er mikil ávaxtarækt í Guadalest dalnum og við stoppuðum í litlu sölutjaldi við veginn og keyptum appelsínur, plómur og döðlur. Nammi namm!

Á miðvikudeginum, síðasta deginum okkar, fórum við í bíltúr upp í fjöll. Skoðuðum dropasteinshelli (Cuevas de Canalobre) og aftur á ég bara ekki orð til að lýsa þessu. Það má ekki taka myndir þar inni en ég keypti póstkort með myndum til að eiga. Hreint ótrúleg upplifun og ég er ekki að djóka! Næst keyrðum við eftir krókóttustu vegum sem ég hef nokkurn tíma séð í gegnum hrikalega flott landslag, skógar og fjöll og út um allt eru hlaðnir stallar (mikið af þeim frá Máratímum) sem gróðurinn vex á og aftur verðið þið eiginlega bara að sjá myndirnar til að ná því sem ég er að tala um! Jæja, þessir krókóttu vegir leiddu okkur til safarígarðs sem er mjög sérstakur (mig minnir að hann heiti Sierra D´aitano en ég finn hann ekki á netinu svo að það gæti verið vitlaust), þar eru dýr sem koma úr dýragörðum þegar þau eru orðin gömul eða görðunum lokað og fá að vera nokkuð frjáls. Maður keyrir í gegn um garðinn og þegar maður sér dýr þá fer maður út, ef dýrin eru hættuleg er girðing, annars fá þau að vera alveg frjáls inni á svæðinu. Þarna eru strútar, fjallageitur, lamadýr, kondórar, flóðhestar, nashyrningur, dádýr, hestar af öllum stærðum (og ég meina af öllum stærðum, þið fáið myndir ;), gíraffar, fílar (ég fékk að klappa einum þeirra!), ljón, tígrisdýr, apar og allskonar dýr sem ég er örugglega að gleyma. Fílarnir og gíraffarnir voru t.d. ekki í girðingum og flóðhestarnir og nashyrningurinn voru bara neðan við veginn og smá stallur niður svo að þeir kæmust ekki upp. Og flóðhesturinn var umkringdur geitum og dádýrum sem borðuðu heyið hans með honum, allir vinir! Þetta var æðisleg upplifun. Svo keyrðum við ennþá meiri fjallastíga og sáum ennþá meira af þessari mögnuðu náttúru. Og það var einmitt í allri þessari keyrslu sem ég fékk þetta fína trucker's tan! Er semsagt sólbrennd og sæl niður eftir vinstri handlegg, ofan á! Annars er ég eiginlega ekkert brún, enda var það ekkert takmarkið með þessari ferð ;)
Eníhús, þegar við komum aftur til Calpe fórum við á japanska veitingastaðinn Sapporo sem Sigrún var búin að mæla sérstaklega með (hlekkurinn er að vísu á annan Sapporo stað sýndist mér, en þetta er beisikklí sami staðurinn) og það var æði. Maður getur valið hvort maður situr við venjulegt borð eða við Tappan Yaki borð þar sem maturinn er eldaður fyrir framan mann á hitaborði og kokkarnir eru með þvílíka sýningu fyrir mann á meðan þeir elda að það er ótrúlegt að horfa á. Þeir þurfa víst að fá 3 ára þjálfun áður en þeir fá að elda fyrir framan fólk og þeir sem elduðu fyrir okkur voru greinilega búnir með þau og ábyggilega nokkur í viðbót. Því miður gleymdi ég myndavélinni svo að ég á hvorki myndir né vídeó af þessu en ef ég æfi mig nógu mikið get ég kannski sýnt ykkur það einhvern tíma!

Og svo var bara komið að því að halda heim. Í kulda og snjó. Mig langar aftur til Spánar...


Powered by Blogger And Falconer Designs.