<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8130701\x26blogName\x3d...No+Power+in+the+Verse+can+stop+me...\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLACK\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://skolabull.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://skolabull.blogspot.com/\x26vt\x3d-965859614412168442', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

mánudagur, september 12, 2005

Við eldumst sko öll...

posted by annabjörg @ 6:48 e.h.  
Ég ætlaði að fara með pabba og öðrum í leikhús á föstudagskvöld að sjá Kabarett, búin að hlakka voða mikið til og búin að lofa leikdómum í vinnunni í dag og svona, haldiði að Felix Bergsson slasi sig ekki bara á leiðinni í leikhúsið og sýningunni aflýst. Ég endaði á pöbbarölti með pabba og grúppíunum hans (ja, hvað á maður að kalla þetta, hann fer einn í leikhús með 7 konum!), sem sagt með fólki sem er meira og minna komið yfir sextugt. Það er soldið spes upplifun, mæli samt með því að við unga fólkið förum að hanga meira með eldra fólki, gamalt fólk hefur alveg skemmtilegar skoðanir og pælingar og kallarnir sem sátu á næsta borði við okkur á Café Rósenberg voru líka yfir sextugt og örugglega að endurvinna samtal sem þeir áttu nítjánhundruðsextíuogeitthvað, talandi um Marx og kommúnismann og hugmyndafræði hinna ýmsustu stjórnmálastefna ofan í bjórinn og konjakið sem þeir drukku með Marxismanum. Ég held að sumar af konunum sem voru með okkur hafi litið þessa karla hýru auga (sem er dæmi um orðatiltæki sem maður tileinkar sér þegar maður umgengst eldra fólk!) enda ábyggilega algjörir eðaltöffarar á sextugan mælikvarða.
En eins og oft er með þetta eldra fólk þá hefur það ekkert úthald í svona útstáelsi og skemmtanir (!) svo að ég var farin heim um ellefu leytið. Það er reyndar bara fínt, þá lendir maður ekkert í þynnku eða neinum leiðindum og það er náttúrulega bara gott miðað við svaðilfarir sumarsins!

Eníveis, ég vona að einhver vilji hanga með mér þegar ég er gömul...


Powered by Blogger And Falconer Designs.