Mama's gonna keep baby...
...cozy and warm
Ég átti mjög... uhm... áhugaverðar samræður við nágranna minn sem er á níræðisaldri að ég held. Hann var úti í garði í gær að ýta lítilli sonardóttur sinni í rólunni þegar ég labbaði framhjá á leiðinni heim úr búðinni og bauð góðan dag.
Ég: Góðan daginn!
Hann: Góðan daginn. Smá þögn. Þú átt enga svona er það? Og bendir á litlu stelpuna.
Ég: nei nei, ekki ennþá en það kemur sjálfsagt að því einhvern tíma.
Hann: Þú átt sko að vera búin að búa til nokkrar svona. Hvað ertu gömul?
Ég: 26
Hann: Já já, þú átt að vera búin að búa til minnst fjórar.
Ég: !?! Já, veistu, ég er að hugsa um að klára bara skólann og svona áður en ég fer að búa nokkuð til, það er nægur tími framundan fyrir þetta.
Hann: Já, en svo verðurðu að fara að byrja á þessu.
Sko það er eitt þegar fjölskyldan manns byrjar á barnatalinu en nágrannarnir... Úff!!! Fyrir utan það ætla ég helst ekki að eignast börn (þori ekki að segja aldrei af því að maður á aldrei að segja aldrei), í mesta lagi svona ABC eða SOS börn. Ég held nefnilega að það sé miklu gáfulegra að reyna að sjá fyrir þeim börnum sem eru þegar komin í heiminn og gefa þeim tækifæri til að lifa góðu lífi, heldur en að bæta við hópinn. Mín gen eru nefnilega ekki sjálfselsk ;)
Ég átti mjög... uhm... áhugaverðar samræður við nágranna minn sem er á níræðisaldri að ég held. Hann var úti í garði í gær að ýta lítilli sonardóttur sinni í rólunni þegar ég labbaði framhjá á leiðinni heim úr búðinni og bauð góðan dag.
Ég: Góðan daginn!
Hann: Góðan daginn. Smá þögn. Þú átt enga svona er það? Og bendir á litlu stelpuna.
Ég: nei nei, ekki ennþá en það kemur sjálfsagt að því einhvern tíma.
Hann: Þú átt sko að vera búin að búa til nokkrar svona. Hvað ertu gömul?
Ég: 26
Hann: Já já, þú átt að vera búin að búa til minnst fjórar.
Ég: !?! Já, veistu, ég er að hugsa um að klára bara skólann og svona áður en ég fer að búa nokkuð til, það er nægur tími framundan fyrir þetta.
Hann: Já, en svo verðurðu að fara að byrja á þessu.
Sko það er eitt þegar fjölskyldan manns byrjar á barnatalinu en nágrannarnir... Úff!!! Fyrir utan það ætla ég helst ekki að eignast börn (þori ekki að segja aldrei af því að maður á aldrei að segja aldrei), í mesta lagi svona ABC eða SOS börn. Ég held nefnilega að það sé miklu gáfulegra að reyna að sjá fyrir þeim börnum sem eru þegar komin í heiminn og gefa þeim tækifæri til að lifa góðu lífi, heldur en að bæta við hópinn. Mín gen eru nefnilega ekki sjálfselsk ;)