<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8130701\x26blogName\x3d...No+Power+in+the+Verse+can+stop+me...\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLACK\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://skolabull.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://skolabull.blogspot.com/\x26vt\x3d-965859614412168442', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

föstudagur, júlí 22, 2005

Mama's gonna keep baby...

posted by annabjörg @ 11:43 f.h.  
...cozy and warm

Ég átti mjög... uhm... áhugaverðar samræður við nágranna minn sem er á níræðisaldri að ég held. Hann var úti í garði í gær að ýta lítilli sonardóttur sinni í rólunni þegar ég labbaði framhjá á leiðinni heim úr búðinni og bauð góðan dag.

Ég: Góðan daginn!
Hann: Góðan daginn. Smá þögn. Þú átt enga svona er það? Og bendir á litlu stelpuna.
Ég: nei nei, ekki ennþá en það kemur sjálfsagt að því einhvern tíma.
Hann: Þú átt sko að vera búin að búa til nokkrar svona. Hvað ertu gömul?
Ég: 26
Hann: Já já, þú átt að vera búin að búa til minnst fjórar.
Ég: !?! Já, veistu, ég er að hugsa um að klára bara skólann og svona áður en ég fer að búa nokkuð til, það er nægur tími framundan fyrir þetta.
Hann: Já, en svo verðurðu að fara að byrja á þessu.

Sko það er eitt þegar fjölskyldan manns byrjar á barnatalinu en nágrannarnir... Úff!!! Fyrir utan það ætla ég helst ekki að eignast börn (þori ekki að segja aldrei af því að maður á aldrei að segja aldrei), í mesta lagi svona ABC eða SOS börn. Ég held nefnilega að það sé miklu gáfulegra að reyna að sjá fyrir þeim börnum sem eru þegar komin í heiminn og gefa þeim tækifæri til að lifa góðu lífi, heldur en að bæta við hópinn. Mín gen eru nefnilega ekki sjálfselsk ;)


Powered by Blogger And Falconer Designs.