...
Mikið rosalega er Fight Club annars góð mynd. Það er kúrs í sálfræði sem heitir Lífeðlisleg sálfræði þar sem eitt af ritgerðarefnum síðasta vetrar var Áhrif svefnleysis á geðsjúkdóma eða eitthvað í þá áttina og mig langaði virkilega mikið til að taka FC fyrir og skrifa ritgerð um framgang myndarinnar út frá heimildum um efnið. En ég hætti í Lífeðlislegu og þurfti þess vegna ekkert að skrifa þessa ritgerð. Ef ég tek hana seinna þá getur vel verið að ég hafi þetta efni bakvið eyrað...