...
Þetta varð óvart mun meiri djammhelgi heldur en áætlun gerði ráð fyrir! Fór í afmæli hjá vinnufélaga mínum í gær og svo lenti ég alveg óvart í smá föstudagsdjammi líka sem var æði (endaði samt snemma og endaði vel!). Er semsagt pínulítið þunn í vinnunni í dag. Mig langar sko alveg að vera heima, undir sæng að hlusta á góða tónlist. Mig langar líka ógó mikið í þynnkumat en ég er að vinna ein til 22 í kvöld svo ég kemst ekki einu sinni til að kaupa neitt. Mig langar líka á White Stripes. Mér finnst lífið svo endalaust ósanngjarnt akkúrat núna!