...
Ég vaknaði ekki með timburmenn, heldur við timburmenn. Einhverjir hálfvita iðnaðarmenn byrjuðu að hamra og bora í blokkina á móti kl 8 á laugardagsmorgni. KLUKKAN ÁTTA Á LAUGARDAGSMORGNI, ER EKKI ALLT Í LAGI?! Ég þurfti að stilla mig um að fara ekki út og henda grjóti í þá og kalla þá öllum illum nöfnum. Ég meina, klukkan átta á laugardagsmorgni er alveg nógu erfitt að sofa þegar sólin er farin að skína í andlitið á manni og fuglarnir byrjaðir að tísta fyrir utan gluggann án þess að þetta bætist við.
Fallegur dagur samt, farið og fáið ykkur ís eða eitthvað á meðan ég myglast í vinnunni...