...
Vá vá vá það er sko rétt hjá Furðu (sjá komment), mánudagurinn var ekki dagur til að syngja blús! Vá hvað þetta voru æðislegir tónleikar! Í alvörunni, við erum að tala um major gæsahúð þegar fyrsti tónninn í Shine on you Crazy Diamond byrjaði og hún varð bara meiri eftir því sem leið á. Og svo kom pííínuponsulítill kökkur í hálsinn þegar hann spilaði Wish you were here (af því að það er svo fallegt lag og, lets face it, wish you were here ;). Ég var alein einhvers staðar í miðju mannhafinu á fyrri hluta tónleikanna. Ég kom nefnilega svolítið seint og fann ekki Agnesi og Ágúst. Ég vissi svona sirka hvar þau áttu að vera og stefndi í þá átt (að ég hélt) en allt í einu lokaðist mannhafið og ég var bara stödd í blindgötu og komst hvorki áfram né afturábak. En um leið og ég uppgötvaði að ég kæmist ekki lengra gekk Waters á sviðið svo að ég ákvað að vera bara kyrr og njóta, ein einhvers staðar í mannþrönginni og það var fínt! En ég fann þau svo í hléinu og við Agnes vorum fremst (þótt það hafi verið frekar mikið til hliðar!) í smástund, veiiii! En já, í einu orði; dásamlegt og að heyra Dark Side of the Moon í heild sinni er upplifun sem gleymist seint.
Lagið sem hann söng um fjölskylduna sem hann kynntist á puttaferðalagi í Beirút vakti mig samt til umhugsunar um nokkuð sem ég hef svolítið verið að pæla í, hvar eru yngri kynslóðir þegar kemur að mótmælum og pólitík í tónlist? Nýja platan með Neil Young er uppfull af pólitískum textum og ádeilu á stjórnvöld fyrir vafasamar ákvarðanir teknar í nafni borgaranna og svo kemur þetta fallega lag með mjög umhugsunarverðum texta (og teiknimyndasögu á risaskjá fyrir aftan, mjög flott "storytelling") frá Roger Waters. Ætlum við bara að láta “gömlu kallana” sjá um þetta?? Hefur ungt fólk í dag virkilega ekkert við þetta að bæta, erum við í alvörunni orðin svona sinnulaus af öllu þessu “góðæri” sem einhverjum datt í hug að grípa úr lausu lofti? Ef einhver veit um eitthvað sem bendir til hins gagnstæða þá megið þið endilega láta mig vita, það væri gott að fá að vita að það eru ennþá til hugsjónir ;)
Eníhús, ég er semsagt komin aftur til Akureyrar og verð hérna fram á föstudag. Það er held ég bara notalegt að vera komin aftur, ég er í sama herbergi og síðast og það er ágætt fyrir svona vanaföst dýr eins og mig (ég sit líka við borðið "mitt" á Kaffi Akureyri :P). Planið fyrir kvöldið frestaðist þangað til á morgun af því að við vorum aðeins lengur uppi í vinnu að taka á móti nýjum skrifborðum og innréttingum fyrir þjónustuverið, þetta er allt að verða voða flott svo að ég ákvað að kíkja aðeins hingað á Kaffi Akureyri, fá mér piparmyntute og tölvast aðeins. Ég held samt að þetta sé síðasta skiptið sem ég kem hingað í bili, þær í þjónustuverinu hérna á Akureyri sjá sjálfar um að þjálfa næstu starfsmenn og ég geri ráð fyrir að þær sem ég ætla að kenna hluta af mínu starfi, svo að ég geti farið í frí einhvern tíma, komi suður næst svo að já, ég klára þetta bara og verð svo vonandi bara í bænum það sem eftir er. Þangað til okkur dettur í hug að opna útibú í París eða New York...!
Lagið sem hann söng um fjölskylduna sem hann kynntist á puttaferðalagi í Beirút vakti mig samt til umhugsunar um nokkuð sem ég hef svolítið verið að pæla í, hvar eru yngri kynslóðir þegar kemur að mótmælum og pólitík í tónlist? Nýja platan með Neil Young er uppfull af pólitískum textum og ádeilu á stjórnvöld fyrir vafasamar ákvarðanir teknar í nafni borgaranna og svo kemur þetta fallega lag með mjög umhugsunarverðum texta (og teiknimyndasögu á risaskjá fyrir aftan, mjög flott "storytelling") frá Roger Waters. Ætlum við bara að láta “gömlu kallana” sjá um þetta?? Hefur ungt fólk í dag virkilega ekkert við þetta að bæta, erum við í alvörunni orðin svona sinnulaus af öllu þessu “góðæri” sem einhverjum datt í hug að grípa úr lausu lofti? Ef einhver veit um eitthvað sem bendir til hins gagnstæða þá megið þið endilega láta mig vita, það væri gott að fá að vita að það eru ennþá til hugsjónir ;)
Eníhús, ég er semsagt komin aftur til Akureyrar og verð hérna fram á föstudag. Það er held ég bara notalegt að vera komin aftur, ég er í sama herbergi og síðast og það er ágætt fyrir svona vanaföst dýr eins og mig (ég sit líka við borðið "mitt" á Kaffi Akureyri :P). Planið fyrir kvöldið frestaðist þangað til á morgun af því að við vorum aðeins lengur uppi í vinnu að taka á móti nýjum skrifborðum og innréttingum fyrir þjónustuverið, þetta er allt að verða voða flott svo að ég ákvað að kíkja aðeins hingað á Kaffi Akureyri, fá mér piparmyntute og tölvast aðeins. Ég held samt að þetta sé síðasta skiptið sem ég kem hingað í bili, þær í þjónustuverinu hérna á Akureyri sjá sjálfar um að þjálfa næstu starfsmenn og ég geri ráð fyrir að þær sem ég ætla að kenna hluta af mínu starfi, svo að ég geti farið í frí einhvern tíma, komi suður næst svo að já, ég klára þetta bara og verð svo vonandi bara í bænum það sem eftir er. Þangað til okkur dettur í hug að opna útibú í París eða New York...!