...papparössuð...
Ég fór sem leið lá eftir vinnu í gær að sækja skjólstæðinginn minn í liðveislunni og við ákváðum að það væri ágætis hugmynd að rölta niður að tjörn og gefa öndunum og svona. Og þarna stóðum við í mesta sakleysi okkar, við og móðir með son sinn, öll voða hamingjusöm að gefa fuglunum, trallalalala... Allt í einu sá ég að það stoppaði lítill skutlubíll á Lækjargötunni og út úr honum stukku nokkrir jakkafataklæddir karlmenn, asískir í útliti og byrjuðu að taka myndir í gríð og erg, bæði af okkur og fuglunum, svo bara eins og hendi væri veifað hurfu þeir aftur inn í bílinn sem brunaði í burtu! Nú hefur staðalímyndin af asíska túristanum með myndavélina á lofti endanlega verið staðfest, takk fyrir...