...
Það er svo gott að komast út fyrir borgina og hlaða náttúrubatteríin, sem var akkúrat það sem ég gerði um helgina með góðu fólki og líður dásamlega fyrir vikið.
Í dag byrjaði ég svo að passa hús og kött í Grafarvogi meðan íbúar/eigendur skemmta sér í Kaupmannahöfn. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég var búin að vinna var að fara í Bónus og kaupa mat. Sem er hægt að elda! Það er svo margt sem er ekki hægt að gera þegar maður býr í 16 fermetrum án eldhúss...
Og það er heitur pottur...
Hver vill koma í heimsókn?!? :Þ