<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/8130701?origin\x3dhttp://skolabull.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

fimmtudagur, júní 22, 2006

...loksins loksins...

posted by annabjörg @ 2:47 e.h.  
Uppáhaldsfólkið mitt er að tínast til landsins hvert af öðru, sem er mjög gott, það sannfærir mig ennþá frekar um það að tíminn líður í alvörunni. Einar er alla vega loksins á landinu í heilu lagi og í tilefni af því verður fyrsta stefnumótið okkar í sumar í kvöld, veiiii og vá hvað ég hlakka mikið til!

Annars ætla ég bara að vera í hálfgerðu bloggsumarfríi á næstunni, er einhvern vegin dottin úr blogggírnum í bili. Það er líka að verða komið heilt ár síðan ég byrjaði á þessum ósóma aftur og þvílíkt ár sem þetta hefur verið (þótt það hafi nú ekki allt ratað hingað)! En þrátt fyrir að það hafi margt gott og jafnvel frábært gerst á þessu ári þá gerðist líka margt miður gott og mér finnst ég hafa lært helling um sjálfa mig og lífið og hvað ég vil og hvað ég vil ekki. Sem er gott. Nú má lífið fara að byrja, ég er alveg að verða tilbúin... ;)


Powered by Blogger And Falconer Designs.