<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8130701\x26blogName\x3d...No+Power+in+the+Verse+can+stop+me...\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLACK\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://skolabull.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://skolabull.blogspot.com/\x26vt\x3d-965859614412168442', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

miðvikudagur, júní 29, 2005

Money, it's a gas...

posted by annabjörg @ 12:48 e.h.  
…Grab that cash with both hands and make a stash.

Það er miðvikudagur og ég hef ekkert annað að gera en að bíða eftir föstudeginum. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að auk þess að vera föstudagur, sem eitt og sér er tilefni taumlausrar gleði, þá er næsti föstudagur, 1. júlí, líka útborgunardagur og Einarshittingsdagur og má vart á milli sjá hvort er meira gleðiefni! Nei ég segi nú bara svona, auðvitað vinnur Einar hands down…
Ég hlakka samt alveg til að fá útborgað, þetta verður í fyrsta skipti síðan áður en ég fór í skólann sem ég fæ „alvöru” laun, ekki „rétt-nóg-til-að-kaupa-núðlur-út-mánuðinn” laun. En ég tek hlutverk mitt sem fátækur námsmaður mjög alvarlega og peningar eru hvort sem er ekki það mikilvægasta í heiminum.
Og í þessum töluðu orðum var ég trufluð af bókhaldara fyrirtækisins sem tilkynnti mér að ég fengi launahækkun! The world works in mysterious ways. Og hvað á maður svo að gera við alla þessa peninga? Mig langar að kaupa mér fullt af bókum (sem ég á samt ekki eftir að hafa tíma til að lesa) og allskonar dót. Eða kannski bara byrja að grynnka aðeins á óskalistanum mínum á amazon. Jæja, byrja allavega á því að borga skólagjöldin (já, ég kalla þetta skólagjöld), svo sjáum við til.


Powered by Blogger And Falconer Designs.