<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8130701\x26blogName\x3d...No+Power+in+the+Verse+can+stop+me...\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLACK\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://skolabull.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://skolabull.blogspot.com/\x26vt\x3d-965859614412168442', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

sunnudagur, september 25, 2005

Klukk smukk...

posted by annabjörg @ 7:02 e.h.  
Ok, ég skal vera með í þessum klukk leik en ég ætla ekki að klukka neinn annan. Aðallega af því að það er búið að klukka alla bloggara sem ég þekki...

Jæja, hér koma svo þessar 5 staðreyndir um mig:

1. Mér finnst miðvikudagar leiðinlegri en mánudagar.
2. Æ þið vitið í Tomma og Jenna, þegar ljónið breytist í mjálmandi Tomma og Jenni dettur ofan í yfsilonið og vinkar... Þá vinka ég alltaf á móti!
3. Ég vakna ekki við símann, ég svara honum bara. Ef þú hringir í mig og ég er sofandi, þá eru góðar líkur á því að samtalið verði eitthvað á þessa leið:
Ég: Halló
Þú: Hæ, hvað segirðu?!
Ég: Ég veit ekkert hvar ég get fundið bláan.
Þú: Ha??
Ég: Já, ég hugsa að ég sjái sólina á eftir
Þú: Öhm... Á ég ekki bara að hringja aftur þegar þú ert vöknuð?
Ég: Og reyndu að hafa hurðina opna...
4. Ég HATA Raymond. Af logandi ástríðu. Mér finnst þeir vera um það bil ömurlegustu sjónvarpsþættir í heiminum og ég fæ í alvörunni hroll ef ég skipti um stöð og lendi á honum.
5. Síðasti geisladiskur sem ég keypti var Takk með Sigurrós, þar á undan keypti ég tvo diska með Velvet Underground og þar á undan keypti ég nokkra diska með þekktum blússöngkonum. Ég hef semsagt mjög breiðan tónlistarsmekk en hef þó megna óbeit á nútíma popptónlist sem mér finnst að mestu leyti vera argasta sorp. Uppáhaldshljómsveitin mín í öllum heiminum er Pink Floyd.

Og þá vitið þið það. Ef það er eitthvað fleira sem þið viljið vita þá bara spyrjið þið ;)


Powered by Blogger And Falconer Designs.