Klukk smukk...
Ok, ég skal vera með í þessum klukk leik en ég ætla ekki að klukka neinn annan. Aðallega af því að það er búið að klukka alla bloggara sem ég þekki...
Jæja, hér koma svo þessar 5 staðreyndir um mig:
1. Mér finnst miðvikudagar leiðinlegri en mánudagar.
2. Æ þið vitið í Tomma og Jenna, þegar ljónið breytist í mjálmandi Tomma og Jenni dettur ofan í yfsilonið og vinkar... Þá vinka ég alltaf á móti!
3. Ég vakna ekki við símann, ég svara honum bara. Ef þú hringir í mig og ég er sofandi, þá eru góðar líkur á því að samtalið verði eitthvað á þessa leið:
Ég: Halló
Þú: Hæ, hvað segirðu?!
Ég: Ég veit ekkert hvar ég get fundið bláan.
Þú: Ha??
Ég: Já, ég hugsa að ég sjái sólina á eftir
Þú: Öhm... Á ég ekki bara að hringja aftur þegar þú ert vöknuð?
Ég: Og reyndu að hafa hurðina opna...
4. Ég HATA Raymond. Af logandi ástríðu. Mér finnst þeir vera um það bil ömurlegustu sjónvarpsþættir í heiminum og ég fæ í alvörunni hroll ef ég skipti um stöð og lendi á honum.
5. Síðasti geisladiskur sem ég keypti var Takk með Sigurrós, þar á undan keypti ég tvo diska með Velvet Underground og þar á undan keypti ég nokkra diska með þekktum blússöngkonum. Ég hef semsagt mjög breiðan tónlistarsmekk en hef þó megna óbeit á nútíma popptónlist sem mér finnst að mestu leyti vera argasta sorp. Uppáhaldshljómsveitin mín í öllum heiminum er Pink Floyd.
Og þá vitið þið það. Ef það er eitthvað fleira sem þið viljið vita þá bara spyrjið þið ;)
Jæja, hér koma svo þessar 5 staðreyndir um mig:
1. Mér finnst miðvikudagar leiðinlegri en mánudagar.
2. Æ þið vitið í Tomma og Jenna, þegar ljónið breytist í mjálmandi Tomma og Jenni dettur ofan í yfsilonið og vinkar... Þá vinka ég alltaf á móti!
3. Ég vakna ekki við símann, ég svara honum bara. Ef þú hringir í mig og ég er sofandi, þá eru góðar líkur á því að samtalið verði eitthvað á þessa leið:
Ég: Halló
Þú: Hæ, hvað segirðu?!
Ég: Ég veit ekkert hvar ég get fundið bláan.
Þú: Ha??
Ég: Já, ég hugsa að ég sjái sólina á eftir
Þú: Öhm... Á ég ekki bara að hringja aftur þegar þú ert vöknuð?
Ég: Og reyndu að hafa hurðina opna...
4. Ég HATA Raymond. Af logandi ástríðu. Mér finnst þeir vera um það bil ömurlegustu sjónvarpsþættir í heiminum og ég fæ í alvörunni hroll ef ég skipti um stöð og lendi á honum.
5. Síðasti geisladiskur sem ég keypti var Takk með Sigurrós, þar á undan keypti ég tvo diska með Velvet Underground og þar á undan keypti ég nokkra diska með þekktum blússöngkonum. Ég hef semsagt mjög breiðan tónlistarsmekk en hef þó megna óbeit á nútíma popptónlist sem mér finnst að mestu leyti vera argasta sorp. Uppáhaldshljómsveitin mín í öllum heiminum er Pink Floyd.
Og þá vitið þið það. Ef það er eitthvað fleira sem þið viljið vita þá bara spyrjið þið ;)