...
Valla var að stinga upp á því að við settum upp okkar eigið ljósmyndamaraþon. Það fer þannig fram að við erum búnar að setja saman lista yfir þemu og við höfum 2 daga til að gera hverju þema myndræn skil (með símamyndavél eða venjulegri) og birta á heimasíðum okkar. Engin keppni, hugmyndin er meira að reyna að líta aðeins öðrum augum á heiminn. Fyrsta verkefnið liggur fyrir og verður vonandi tilbúið á morgun...
Ef einhverjum finnst þetta góð hugmynd og vill vera með er það alveg hjartanlega velkomið (meira að segja fólk sem er í útlöndum og á myndavélasíma (þótt hann sé soldið lélegur) getur verið með!).
Ef einhverjum finnst þetta góð hugmynd og vill vera með er það alveg hjartanlega velkomið (meira að segja fólk sem er í útlöndum og á myndavélasíma (þótt hann sé soldið lélegur) getur verið með!).