...
Leifur laganemi og lukkudýr fær knús og kossa dagsins fyrir að vera afmælisstrákur!
________
Sjitt, ég get svo svarið það, fólk sem vinnur í húsunum sem ég labba framhjá á leiðinni í vinnuna heldur ábyggilega að ég sé eitthvað klikk! Ég er nefnilega þannig að ef ég er að labba ein þá byrja ég hinar furðulegustu samræður við sjálfa mig í hausnum á mér og stundum veit ég bara ekki fyrr en ég er skellihlæjandi, labbandi ein á gangstétt einhvers staðar... Yfirleitt fatta ég þetta samt á sama staðnum á hverjum degi og reyni að halda niðri í mér hlátrinum yfir að hafa gert þetta aftur! Mér finnst ég bara svo skemmtileg að ég get ekki annað en skemmt mér með mér...
(Tók nefnilega eftir gaur sem horfði voða mikið á mig út um gluggann sinn í dag, hann hefur kannski séð þessa sýningu áður!)
________
Sjitt, ég get svo svarið það, fólk sem vinnur í húsunum sem ég labba framhjá á leiðinni í vinnuna heldur ábyggilega að ég sé eitthvað klikk! Ég er nefnilega þannig að ef ég er að labba ein þá byrja ég hinar furðulegustu samræður við sjálfa mig í hausnum á mér og stundum veit ég bara ekki fyrr en ég er skellihlæjandi, labbandi ein á gangstétt einhvers staðar... Yfirleitt fatta ég þetta samt á sama staðnum á hverjum degi og reyni að halda niðri í mér hlátrinum yfir að hafa gert þetta aftur! Mér finnst ég bara svo skemmtileg að ég get ekki annað en skemmt mér með mér...
(Tók nefnilega eftir gaur sem horfði voða mikið á mig út um gluggann sinn í dag, hann hefur kannski séð þessa sýningu áður!)