...
Ok, ég er hætt að svara númerum sem ég þekki ekki. Ef það eru ekki brjálaðir stalker-bois þá er það fólk sem þarf nauðsynlega að tala við mig um stúdentapólitík. Lenti í svoleiðis áðan og leyfði stelpunni bara að tala um fjársvelti háskólans og versnandi samkeppnisstöðu HÍ í breyttu háskólaumhverfi og svona í alveg 10 mínútur áður en hún fattaði að ég var bara að segja umhmm… og já er það?! og aha… á réttum (vonandi) stöðum og var bara að raða skjölum á meðan. Ekki það að ég hafi ekki áhuga á hagsmunamálum stúdenta, mér finnst hræðilegt hvað menntamálaráðherra er alltaf hrokafull þegar kemur að umræðum um fjárframlög til HÍ og háskólamál yfir höfuð, segir að allt sé í himnalagi og þar með er málið útrætt af hennar hálfu. Og auðvitað er nauðsynlegt að stúdentar láti í sér heyra þegar kemur að umræðu um menntamál og önnur mál sem snúa beint að stúdentum (LÍN, húsnæðismál o.fl) og reyni að skapa þrýsting á stjórnvöld eins og hefur nú stundum tekist að gera. Og ég er alveg að hugsa um að kjósa í þessum blessuðu stúdentaráðskosningum. En ég er bara ekki alveg í stuði til að hugsa um þetta núna, ég nenni heldur ekki að rökræða við fólk í símann, ég hef aðgang að netinu þar sem koma fram ágætis upplýsingar um flokka, framboð og fólk og ég er frekar til í að nota það heldur en símann, sérstaklega þar sem ég er stödd í vinnunni akkúrat núna. Að raða skjölum. Ég er komin með leið á stafrófsröð, er að hugsa um að finna upp nýtt kerfi...
Annars var mér bent á þetta um daginn, fín pæling um stúdentapólitík!
Á meðan skjalaröðun stendur er ég með PJ Harvey í eyrunum, nánar tiltekið plötuna To Bring you my love sem er fínt að hlusta á þegar maður er í skrítnu skapi og getur ekki ákveðið sig hvort maður á að vera reiður, hamingjusamur, dapur, erfiður, hreinskilinn, urrandi, asnalegur eða eitthvað annað. Eins og flest með henni reyndar, hún gerir skrítna hluti við mig...
Annars var mér bent á þetta um daginn, fín pæling um stúdentapólitík!
Á meðan skjalaröðun stendur er ég með PJ Harvey í eyrunum, nánar tiltekið plötuna To Bring you my love sem er fínt að hlusta á þegar maður er í skrítnu skapi og getur ekki ákveðið sig hvort maður á að vera reiður, hamingjusamur, dapur, erfiður, hreinskilinn, urrandi, asnalegur eða eitthvað annað. Eins og flest með henni reyndar, hún gerir skrítna hluti við mig...