...
Ég er að hugsa um að taka undir með Mr. Garrison: There are no stupid questions, just stupid people!
Ég fór í 2 fyrirlestra í dag og í hvorugum tókst að fara yfir allt námsefnið af því að fólk var alltaf að spyrja eitthvað laaaaangt útfyrir efnið. Kennarinn í öðrum er reyndar allt of gjarn á að þvælast út og suður með efnið og fara sjálfur út af sporinu, enda er hann svo langt á eftir miðað við kennsluáætlun að hann ætlar að búa til nýja handa okkur sem tekur gildi í næsta tíma. Þetta var sko annar fyrirlesturinn í þessum kúrsi og ég held að hann sé kominn meira eftirá en ég!
En ég mætti þó alla vega í skólann í dag og það er alltaf gott! Er ekki alveg búin að vera nógu dugleg í þeirri deildinni en það kemur allt saman. Ég var samt búin að gleyma hvað mér verður alltaf kalt í Háskólabíói (var ekkert í tímum þar á síðustu önn), held að ég ætti að hafa með mér trefil og vettlinga næst þegar ég þarf að mæta þar.
Tónlist dagsins: The Decemberists - Picaresque. Alveg fínasta músík, mætti kannski kalla þetta þjóðlaga-melódíu-rokk ef það þarf eitthvað að vera að setja svona merkimiða á tónlist...
Ég fór í 2 fyrirlestra í dag og í hvorugum tókst að fara yfir allt námsefnið af því að fólk var alltaf að spyrja eitthvað laaaaangt útfyrir efnið. Kennarinn í öðrum er reyndar allt of gjarn á að þvælast út og suður með efnið og fara sjálfur út af sporinu, enda er hann svo langt á eftir miðað við kennsluáætlun að hann ætlar að búa til nýja handa okkur sem tekur gildi í næsta tíma. Þetta var sko annar fyrirlesturinn í þessum kúrsi og ég held að hann sé kominn meira eftirá en ég!
En ég mætti þó alla vega í skólann í dag og það er alltaf gott! Er ekki alveg búin að vera nógu dugleg í þeirri deildinni en það kemur allt saman. Ég var samt búin að gleyma hvað mér verður alltaf kalt í Háskólabíói (var ekkert í tímum þar á síðustu önn), held að ég ætti að hafa með mér trefil og vettlinga næst þegar ég þarf að mæta þar.
Tónlist dagsins: The Decemberists - Picaresque. Alveg fínasta músík, mætti kannski kalla þetta þjóðlaga-melódíu-rokk ef það þarf eitthvað að vera að setja svona merkimiða á tónlist...