<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/8130701?origin\x3dhttp://skolabull.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

þriðjudagur, janúar 24, 2006

...

posted by annabjörg @ 3:40 e.h.  
*geisp geisp*
Ég er svoooo þreytt (enda ekki á hverjum degi sem ég druslast út úr rúminu kl 7 að morgni) en þetta er nú samt góður dagur af hinum ýmsustu ástæðum sem verður ekki farið nánar út í hér.
Ég mætti á fund á Kleppi þegar ég var búin í skólanum og hitti skjólstæðinginn minn. Einu sinni var ég alveg búin að ákveða að ég væri sko ekki að læra sálfræði til að fara út í geðbatteríið á Íslandi og ætlaði sko ekki og aldrei að vinna á geðdeild. Fyrir mér var sálfræðin meira um skilning og þekkingu á mannlegu eðli almennt heldur en að ég hefði einhvern sérstakan áhuga á geðröskunum og þess háttar. Nú er það hins vegar svo að ég þekki nokkur fólk (já ég veit...) sem hafa lent í því að fá geðsjúkdóm og þurft að fóta sig aftur í lífinu eftir það og það er ekkert grín. Bæði eru þvílíkir fordómar út í þjóðfélaginu gegn geðsjúkdómum og svo er bara erfitt að koma sér upp þegar maður er dottinn ofan í holuna. Ég held að það sé þess vegna sem mig langar til að takast á við þetta starf, mig langar að hjálpa fólki af stað út í lífið og sýna að það eru ekkert allir hræddir við eða fordómafullir út í geðsjúkdóma, þetta er allt hluti af okkar mannlega samfélagi og við eigum að fara vel með þá sem geta ekki hjálpað sér sjálfir.

Og talandi um það, muniði eftir spakmælinu um að það segi meira um manneskjuna hvernig hún kemur fram við þá sem eru lægra settir en hvernig hún talar við jafningja? Mér finnst það alveg eiga við um ríki og ríkisstjórnir líka og mér finnst skammarlegt hvernig ríkið kemur fram við þá sem eru lægst settir í þessu þjóðfélagi...

Jæja, búin að vera sósíal og pólitísk í dag, þarf að halda áfram að vinna núna!


Powered by Blogger And Falconer Designs.