<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8130701\x26blogName\x3d...No+Power+in+the+Verse+can+stop+me...\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLACK\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://skolabull.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://skolabull.blogspot.com/\x26vt\x3d-965859614412168442', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

föstudagur, janúar 13, 2006

...í kvöld...

posted by annabjörg @ 3:23 e.h.  
Ég hlakka svolítið mikið til kvöldsins. Ég og Valla ætlum að halda upp á afmælin okkar í kvöld og halda pínulítið partí fyrir handfylli af sérvöldum vinum og vandamönnum og restinni af fólki er velkomið að hitta okkur í bænum og gefa okkur afmælisknús! Við fórum í ríkið í gær (og má ég taka fram að þrátt fyrir endalaust mikið djamm í haust var þetta fyrsta ríkisferð mín síðan í september og samt átti ég hálffullan ísskáp af áfengi fyrir, veit ekki alveg hvernig ég fór að þessu!) en af því að við erum fátækir námsmenn er þetta samt BYOB partí. Nema að við ætlum að bjóða upp á Bananadrama! Það er búið að tala um þetta voðaskot síðan það var búið til fyrir löngu síðan en enginn fengið að smakka fyrr en nú. Ég veit samt ekki hvort það er hægt að drekka það fyrr en maður er búinn með að minnsta kosti 4 glös af einhverju öðru fyrst. Það var alla vega fundið upp eftir a.m.k. 4 glös svo að ég veit eiginlega ekki almennilega hvernig þetta er á bragðið. Kannski er þetta bara hundvont, það kemur bara í ljós!
En aðalatriðið er auðvitað að í kvöld verð ég umkringd besta fólki í heiminum og ég ætla að hlæja með þeim og syngja með þeim (auðvitað verður SingStar í partíi sem ég og Valla höldum saman!) og knúsa þau í tætlur. Svo ætla ég bara að hitta skemmtilegt fólk í bænum og fara bara á staði þar sem er skemmtileg tónlist. Sem þýðir að ég neita að fara á eftirtalda staði: Sólon, Hressó, Thorvaldsen, Prikið og hvað þetta allt heitir. Ef það heyrist ekki í rafmagnsgítarsólói út á götu þá fer ég ekki inn! Væri alveg til í að kíkja á afmælisveislu Xfm á Dillon eða bara á Grand Rokk, það er alltaf soldið næs að enda bara þar...


Powered by Blogger And Falconer Designs.