<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8130701\x26blogName\x3d...No+Power+in+the+Verse+can+stop+me...\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLACK\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://skolabull.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://skolabull.blogspot.com/\x26vt\x3d-965859614412168442', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

fimmtudagur, janúar 12, 2006

...

posted by annabjörg @ 1:53 e.h.  
Jæja. Er bólan sprungin eða á ég að hætta mér út í umræðuna um DV? Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast. Fyrstu viðbrögð mín voru algjörlega á þá leið að maðurinn tók þessa ákvörðun sjálfur, byggða á þeim staðreyndum sem lágu fyrir. Staðreyndirnar eru þær að hann var sakaður um misnotkun á drengjum og þær ásakanir birtar í fjölmiðli áður en þær höfðu farið rétta leið í dómskerfinu. Þetta eru erfiðar og þungar ásakanir og ljóst að framundan var erfitt líf hjá manninum, óháð því hvort hann yrði fundinn sekur eða saklaus fyrir rétti. Það er líka staðreynd að maðurinn vissi sjálfur hvort hann var sekur eða saklaus. Hann vissi hvort baráttan framundan var fyrir sannleikanum og mannorði sínu (væri hann saklaus) eða hvort honum yrði útskúfað úr mannlegu samfélagi fyrir gjörðir sínar og maður getur ekki varist þeirri hugsun að kannski hafi þetta verið viðbrögð hans við því að það hafi komist upp um hann. Það hefur gerst áður að menn hafa svipt sig lífi þegar upp hefur komist um svona brot og hefur ekki þurft DV til.

Ég þekkti þennan mann ekki neitt. Ég hef engar heimildir fyrir því að hann hafi nokkurn tíma gert neitt enda er sjaldgæft að aðrir en fórnarlömb og gerandi viti það með vissu í kynferðisbrotamálum en ég veit samt (trúir manni einhver ef maður segir „eftir áreiðanlegum heimildum”?! Þetta er samt eftir áreiðanlegum heimildum) að það var ýmislegt óeðlilegt við samskipti hans við drengi. Og ég held að ég sé sammála lagaprófessornum sem var í Íslandi í dag í gær sem sagði að þetta væru tveir aðskildir hlutir, afleiðingarnar breyta hvorki orðum né innihaldi fréttarinnar. Ákvörðunin um að birta þessa frétt var tekin áður en vitað var um afleiðingarnar, rétt eins og allar ákvarðanir sem við tökum. Afleiðingar geta bara breytt því sem við gerum næst, ekki því sem við höfum gert.

Persónulega vona ég að DV athugi aðeins sinn gang og minnki aðeins “þor”hrokann í sér („DV; þorir þegar aðrir þegja”), það er ekkert mál að þora að benda á mann og segja að hann sé svona og hinsegin (öll hrekkjusvín gera það), setja fram einhverjar sjokkerandi, einhliða fullyrðingar og fylgja málum einungis eftir ef þau skapa einhvern æsing. Það er slæmt þegar sögurnar fá engan endi, maður veit bara það sem manni er sagt og það er erfitt að gera sér grein fyrir heildarmyndinni þegar maður hefur bara 3 bita í 100 bita púsli þótt DV virðist halda að ef þeir bara berji bitana saman þá geti þeir látið okkur halda að myndin sé heil.
Þetta er ekki vönduð blaðamennska en þetta er hluti af málfrelsinu þótt málfrelsið sé vandmeðfarið. Það er leyfilegt að gera þetta. Svo má náttúrulega endalaust deila um siðferðilegt réttmæti svona fréttamennsku og það sem fer mest fyrir brjóstið á mér er það að DV birtir myndir og upplýsingar áður en málin eru komin í eðlilegan farveg í dómskerfinu. Þótt talað sé um fjölmiðla sem fjórða valdið þá eiga þeir ekki að hafa rétt umfram dómsvald.

En þetta er bara svo viðkvæmt mál. Eiga barnaníðingar rétt á nafnleynd? Ég segi nei, ég vil fá að vita hverjir þetta eru (og það er DV að þakka að ég veit að tveir menn sem ég hef verið í samskiptum við um ævina eru dæmdir barnaníðingar) en það verður líka að vera sannað að þeir séu það því það er óskaplega erfitt að troða tannkreminu aftur í túpuna þegar það er komið út og atgangur DV hefur, eftir því sem maður heyrði í umræðunni í gær (og þetta er ekki eitthvað sem ég tel mig hafa eftir áreiðanlegum heimildum (m.ö.o slúður)) hrakið a.m.k. eina fjölskyldu úr landi eftir að fjölskyldufaðirinn var sakaður um níðingsskap gagnvart börnum, þar fengu lesendur víst bara 2 bita af 100 í púslið og málið aldrei klárað.

Æsingurinn í fólki í gær er skiljanlegur, við vitum alveg hvernig við Íslendingar erum; hlaupum upp til handa og fóta þegar næsti maður gerir það án þess jafnvel að hugsa málið til enda eða mynda okkur sjálfstæða skoðun. Stemningin í gær var bara svolítið sú að krossfesta DV eins og DV krossfestir aðra.
Það sem gerðist á þriðjudaginn var harmleikur og já, frétt DV og myndbirting áttu þátt í að þessi harmleikur gerðist en fyrir mitt leyti ætla ég að segja að á endanum er ákvörðunin þess sem hana tekur. Maðurinn ákvað að taka eigið líf, hann lagði ákveðnar forsendur til grundvallar þeirri ákvörðun og framkvæmdi.
Það er kannski rétt að taka það fram að ég tel mig ekki vera þess umkomna að dæma, hvorki hann né DV, þetta eru bara mínar vangaveltur um málið, svo sem engin niðurstaða en það er í raun ekkert nauðsynlegt þegar málið er svona fjarlægt manni...


Powered by Blogger And Falconer Designs.