...árið...
Jæja, plön voru gerð og plön eyðilögðust, samt komu áramót! Þetta voru annars bara mjög notaleg áramót, var voða stillt og prúð og komin snemma heim og vakti svo bara heima með dvd-i og kertaljósum langt fram á morgun. Dásamleg byrjun á (vonandi) dásamlegu ári!
Er svo ekki voða mikið í tísku að gera upp árið?!
Árið 2005 var/gerðist:
Janúar-apríl
Jóga, skóli, vinna, fresta, tónlist, Snúður, kalt, fall...
Maí-ágúst
Vinna, djamm, vinna, uppgötvanir, hægfara sjálfsmorð, endurfæðing, skemmtanir, vinna, þægilegt, tónlist, blautt, fjölskyldudrama, vinna, tónlist, kveðjustund...
September-desember
Skóli, vinna, tónlist, spánn, þægilegt, fullorðin (næstum því), sátt, spennandi, niðurstaða, endir, byrjun...
Mér tókst ekki að halda áramótaheitið mitt sem var „ENGAR NÝJAR SKULDIR ÁRIÐ 2005!” (sem er búið að vera standandi áramótaheit undanfarin ár) því ég keypti mér glænýja og fallega og flotta og frábæra fartölvu á glænýjum og frábærum skuldum. Ég ákvað að setja þetta ekki sem sérstakt áramótaheit í ár því það stefnir allt í að 2006 beri með sér alls konar leiðindi í peningamálum, aukinn kostnaður og útgjöld í bland við minnkandi tekjur. Hverjum datt annars peningar í hug??
Hitt áramótaheitið mitt rann eiginlega út í sandinn í apríl en það átti að fara þannig fram að ég skrifaði niður fullt af bókum, plötum og kvikmyndum á miða og svo ætlaði ég að draga tvo miða í hverjum mánuði og kaupa það sem stæði á þeim. Ég held að ég hafi samt sjaldan eða aldrei verið duglegri að hlusta á tónlist og taka eftir tónlist og í fyrra, var samt allt of ódugleg að lesa bækur (en það er auðvitað bara af því að skólabækur eru í forgangi) og er ekki ennþá búin að sjá hinn helminginn af Citizen Kane... En skemmtilegt áramótaheit engu að síður!
Er að spá í að sleppa öllu áramótaheitabrasi þetta árið, ætla bara að vera góð við allt og alla, láta hverjum degi nægja sína þjáningu (eða gleði) og halda áfram að vera verk í vinnslu...
Er svo ekki voða mikið í tísku að gera upp árið?!
Árið 2005 var/gerðist:
Janúar-apríl
Jóga, skóli, vinna, fresta, tónlist, Snúður, kalt, fall...
Maí-ágúst
Vinna, djamm, vinna, uppgötvanir, hægfara sjálfsmorð, endurfæðing, skemmtanir, vinna, þægilegt, tónlist, blautt, fjölskyldudrama, vinna, tónlist, kveðjustund...
September-desember
Skóli, vinna, tónlist, spánn, þægilegt, fullorðin (næstum því), sátt, spennandi, niðurstaða, endir, byrjun...
Mér tókst ekki að halda áramótaheitið mitt sem var „ENGAR NÝJAR SKULDIR ÁRIÐ 2005!” (sem er búið að vera standandi áramótaheit undanfarin ár) því ég keypti mér glænýja og fallega og flotta og frábæra fartölvu á glænýjum og frábærum skuldum. Ég ákvað að setja þetta ekki sem sérstakt áramótaheit í ár því það stefnir allt í að 2006 beri með sér alls konar leiðindi í peningamálum, aukinn kostnaður og útgjöld í bland við minnkandi tekjur. Hverjum datt annars peningar í hug??
Hitt áramótaheitið mitt rann eiginlega út í sandinn í apríl en það átti að fara þannig fram að ég skrifaði niður fullt af bókum, plötum og kvikmyndum á miða og svo ætlaði ég að draga tvo miða í hverjum mánuði og kaupa það sem stæði á þeim. Ég held að ég hafi samt sjaldan eða aldrei verið duglegri að hlusta á tónlist og taka eftir tónlist og í fyrra, var samt allt of ódugleg að lesa bækur (en það er auðvitað bara af því að skólabækur eru í forgangi) og er ekki ennþá búin að sjá hinn helminginn af Citizen Kane... En skemmtilegt áramótaheit engu að síður!
Er að spá í að sleppa öllu áramótaheitabrasi þetta árið, ætla bara að vera góð við allt og alla, láta hverjum degi nægja sína þjáningu (eða gleði) og halda áfram að vera verk í vinnslu...