<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8130701\x26blogName\x3d...No+Power+in+the+Verse+can+stop+me...\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLACK\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://skolabull.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://skolabull.blogspot.com/\x26vt\x3d-965859614412168442', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

sunnudagur, desember 25, 2005

...svona eru jólin...

posted by annabjörg @ 12:44 f.h.  
Æj, þetta var dásamlegur aðfangadagur. Ég borðaði góðan mat og fékk dásamlegar gjafir frá dásamlegu fólki og ég elska ykkur öll! Nú á ég t.d. The Wall með Pink Floyd á DVD (sem ég átti ekki fyrir, ótrúlegt en satt!)og tónleikaupptökur á DVD frá 1966 og 1967, dásamlegt sushi sett, flotta leðurhanska (til að vera í við flotta leðurjakkann), svoooooo dásamlega hlýja og mjúka dúnúlpu, Victoria's secret ilmi, bókina sem mig langaði svo mikið í sem heitir Verónika ákveður að deyja og fullt annað sem er alveg jafn dásamlegt en of langt að telja upp!
Annars var sósan hjá pabba svolítið þunn og allan tíman sem við vorum að borða söng í hausnum á mér „smakka sósuna, því mér finnst hún í það þynnsta, hún þarf korter enn í það allra minnsta...” sem er úr aðventulagi Baggalúts frá því í fyrra. Ef einhver er að velta fyrir sér þessum skyndilegu Baggalúts kvótum þá eru þessi tvö lög, Sagan af Jesúsi og Kósíheit par exelans, búin að vera á repeat í tvo daga. Og hin jólalögin frá Baggalúti inn á milli. Dásamleg leið til að komast í jólaskap!
Æj, það er kominn tími til að enda þennan dásamlega dag, er að spá í að skríða upp í rúm (stillanleg rúm eru æði!) og setja Nightmare before Christmas í DVDið...
Góða nótt og gleðileg jól!


Powered by Blogger And Falconer Designs.