...
Gawd, nú er ég orðin pínulítið jólastressuð. Ég er að vinna á svo fáránlegri vakt fram að jólum, 11-19. Ég meina, búðir opna ekki fyrr en 10 eða 11 svo það er hæpið að maður nái að versla eitthvað fyrir vinnu, kl 19 er svolítið seint til að fara að byrja á einhverju en maður verður samt að gera það ef maður ætlar að gera eitthvað yfir höfuð og það er svo stressandi að byrja á einhverju sem maður getur ekki klárað. En ég þarf samt að byrja að gera eitthvað í sambandi við jólagjöfina hennar mömmu, það er víst ekki nóg að fá góða hugmynd í september, það þarf að framkvæma hana fyrir 24. desember. Annars var ég voðalega dugleg í morgun, var vöknuð fyrir allar aldir (sem þýðir semsagt fyrir klukkan 9) og farin að saga og líma og klippa og bara alls konar dugleg. Ætla svo að vera ofboðslega dugleg í kvöld líka, klára kannski að kaupa þessa síðustu jólagjöf og svona...
Ætli Einar nenni kannski í búðir í kvöld?!
Ætli Einar nenni kannski í búðir í kvöld?!