<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8130701\x26blogName\x3d...No+Power+in+the+Verse+can+stop+me...\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLACK\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://skolabull.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://skolabull.blogspot.com/\x26vt\x3d-965859614412168442', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

föstudagur, desember 09, 2005

I love the sound of...

posted by annabjörg @ 3:49 e.h.  
...you walking away

Ahhhh, föstudagsþynnka... Það þýðir bara eitt; ÆÐISLEGT fimmtudagskvöld. Það hefði samt verið aðeins skárra ef ég hefði ekki þurft að mæta á fund kl 10 í morgun. Svo er ekkert ofboðslega sniðugt að fara í Ikea með mömmu, draslast um gangana og reyna að hafa áhuga á hillusamstæðunni sem mamma er svo spennt fyrir og skoða endalaust af smádóti og jólaskrauti á meðan hausinn segir manni að gjöra svo vel og fara heim að sofa meira (eða alla vega taka eina verkjatöflu) eða bara eitthvert annað þar sem eyrunum á manni er ekki misþyrmt með vondri jólatónlist (hvar svo sem það ætti að vera þessa dagana). Ég keypti samt sturtuhengi og jólaskraut sem ég hef ekkert pláss fyrir og fyrir utan það nenni ég eiginlega ekki að skreyta neitt mikið af því að ég verð ekki heima hjá mér um jólin eftir því sem ég best veit. Þynnkushopping er stórhættulegt...

Stúfur er alveg að standa sig sem leynijólasveinn, ég fékk vínflösku frá honum í dag en hún er pökkuð voða fínt inn og ég tími ekki að opna þetta strax svo að ég veit ekkert hvaða tegund eða litur þetta er. Kemur bara í ljós seinna...

Uppáhaldslag dagsins: Walk Away með Franz Ferdinand, mátulega passlegt þynnkulag.

Random staðreynd dagsins: Það eru fleiri plastflamingóar (svona bleikir sem standa á öðrum fæti í görðum hjá smekklausu fólki) heldur en alvöru flamingóar í BNA.

Gáta dagsins (í boði Celebrations jóladagatalsins): What do you get when you cross an archer with a giftwrapper?
Ribbon Hood!


Powered by Blogger And Falconer Designs.