<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/8130701?origin\x3dhttp://skolabull.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

miðvikudagur, desember 07, 2005

Jóla... eitthvað...

posted by annabjörg @ 6:51 e.h.  
Það er leynijólasveinaleikur í vinnunni hjá mér þessa viku, ég var svo mikið að gera og græja fyrir jólabarnið mitt í dag að ég hafði eiginlega ekki tíma til að vinna, missti svo af póststráknum sem varð til þess að prófarkir og reikningar fara ekki í póst fyrr en á morgun. Úbbs! En þessi jólasveinaleikur er æði, það draga allir nafn samstarfsfélaga og eiga að gera eitthvað jóló fyrir hann á hverjum degi út vikuna. Minn jólasveinn sleppur reyndar vel af því að ég er bara að vinna 3 daga í viku en hann er samt æði því ég fékk tvær gjafir í dag. Svo fékk ég Celebrations jóladagatal á mánudaginn og það eru dásamlegar litlar gátur inni í gluggunum eins og þessar hér:

Where did the mistletoe go to become famous?
To Holly-wood!

What king do you see every christmas?
A Stock-king!

What do you call a snowman on roller blades?
Snow mobile!

Þetta er alveg yndislegt, get ekki beðið eftir að opna fleiri glugga!

Önnur mál á dagskrá, ég er aaaalveg að verða nettengd heima (meira en verið hefur) því heimasíminn minn á að vera tengdur í síðasta lagi á mánudag og þá getur Hive farið að plögga mig í samband við umheiminn (ákvað að fara til Hive fyrst ég er hætt að vinna hjá OgVodafone).
Ég er samt búin að hafa nóg að gera, Trausti lánaði mér flakkarann sinn sem er stútfullur af alls konar skemmtilegu dóti, m.a. hluti af Little Britain, nýja Family guy serían, My name is Earl og Wonder Showzen (sem er svo súr og svartur þáttur að það er æði) og endalaust mikið af tónlist. Sumt sem maður finnur inni á honum er samt virkilega disturbing, hvað er bróðir minn t.d. að gera með tónlist eftir Geirmund Valtýsson?! Hann er sko yfirlýstur Geirmundar-hatari. Eða það hélt ég allavega! Og Hallbjörn. Og fuuuuullt af vælutónlist og kéllingapoppi og svo reynir hann að afsaka þetta með því að það sé fullt af dóti þarna sem hann hefur gert upptækt úr tölvunum uppi í vinnu hjá sér... Sjor!!! En auðvitað er mest af þessu góð tónlist því hann hefur nú alveg fínan tónlistarsmekk svona yfir höfuð.

Jæja, bless með stæl og varúlfsvæl!!!
(sá sem veit hvaðan þessi setning er fær sérstök verðlaun í boði Kertasníkis)


Powered by Blogger And Falconer Designs.