...
Þetta Idol var einu sinni fyndið. Það er hætt að vera fyndið og orðið scary, í dag eru búnar 2 seríur og úr þessum 2 seríum eru held ég 4 eða 5 einstaklingar (og einn hallærislegur sönghópur) sem gefa út plötur fyrir jólin með ófrumlegu efni. Tökulög í steingeldum útgáfum sem enginn hefur þörf fyrir að hlusta á (og ein vond frumsamin ballaða pr. plötu) er það sem flæðir yfir okkur í kjölfar Idolsins, fyrir utan alla hina hugmyndasnauðu söngvarana sem eru með áskrift að plássi fyrir ábreiðuplötur í jólatörninni og fyrst það eru svona margir sem fá að gefa út plötur núna, hugsið ykkur hvað gerist á næsta ári þegar enn fleiri vælarar verða byrjaðir á sínum 15 mínútum (mín kenning er reyndar sú að frægð á Íslandi sé ekki 15 mín heldur meira svona 3x5 mín, Íslendingar eru nefnilega svo fljótir að gleyma…). Ég er að hugsa um að vera í Guam um næstu jól…
Það sem er samt mjög hughreystandi er að þetta er alls ekki það eina sem er að gerast í músíkmálum fyrir jól, það er ferlega mikið af flottum, ferskum hljómsveitum og tónlistarmönnum sem bjarga manni úr Idol-lágkúrunni, það er rosalega mikið af flottri tónlist í gangi akkúrat núna ef maður nennir að hlusta; Úlpa, Lights on the Highway, Sign, Jeff Who?, Jakobínarína, Þórir og fuuuuullt af öðrum sem eru allavega með smá metnað í tónlistargerð. Sem betur fer…
Verð líka að segja að ég heyrði lag með honum Begga í Sóldögg (sem er víst að gefa út ábreiðuplötu fyrir jólin, nema hvað?!), man ekkert hvaða lag það var en ég get svo svarið það ég hélt að þetta væri Mike Flower Pops mættur aftur með nettu hallærislyftutónlistina sína!
…And after all, you’re my wonderwall, dududududu…!!!
Það sem er samt mjög hughreystandi er að þetta er alls ekki það eina sem er að gerast í músíkmálum fyrir jól, það er ferlega mikið af flottum, ferskum hljómsveitum og tónlistarmönnum sem bjarga manni úr Idol-lágkúrunni, það er rosalega mikið af flottri tónlist í gangi akkúrat núna ef maður nennir að hlusta; Úlpa, Lights on the Highway, Sign, Jeff Who?, Jakobínarína, Þórir og fuuuuullt af öðrum sem eru allavega með smá metnað í tónlistargerð. Sem betur fer…
Verð líka að segja að ég heyrði lag með honum Begga í Sóldögg (sem er víst að gefa út ábreiðuplötu fyrir jólin, nema hvað?!), man ekkert hvaða lag það var en ég get svo svarið það ég hélt að þetta væri Mike Flower Pops mættur aftur með nettu hallærislyftutónlistina sína!
…And after all, you’re my wonderwall, dududududu…!!!