...
Ég á besta bróður í öllum heiminum! Og bróðir minn á bestu vini í öllum heiminum! Ég sá alveg fyrir mér hellings vesen og kostnað við að laga símalínuna hjá mér og var eiginlega búin að sætta mig við að vera bara netlaus þangað til ég flyt (sem mér finnst reyndar ótrúlega skrítin tilhugsun) en svo bankar bara vinur hans Trausta uppá hjá mér í gær og lagar línuna bara einn tveir og þrír! Svo að nú er ég búin að hringja í Hive og biðja þá um að vinsamlegast gera aðra tilraun til að tengja mig og bíð bara. Ég er mjög góð í að bíða...
Ég hlakka bara aðallega til að hafa eitthvað að gera þegar ég get ekki sofið, það er frekar sorglegt þegar maður endar á því um miðja nótt að horfa á infomercials á þýsku fyrir allskonar bumbubana, tannhvítunarefni, undrasópa og vonda tónlist. Sem betur fer nota ég ekki kreditkort, annars væri ég kannski búin að panta mér allskonar bumbubana, tannhvítunarefni, undrasópa og vonda tónlist, svefnleysi hefur stundum skrítin áhrif...
Ég hlakka bara aðallega til að hafa eitthvað að gera þegar ég get ekki sofið, það er frekar sorglegt þegar maður endar á því um miðja nótt að horfa á infomercials á þýsku fyrir allskonar bumbubana, tannhvítunarefni, undrasópa og vonda tónlist. Sem betur fer nota ég ekki kreditkort, annars væri ég kannski búin að panta mér allskonar bumbubana, tannhvítunarefni, undrasópa og vonda tónlist, svefnleysi hefur stundum skrítin áhrif...