<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/8130701?origin\x3dhttp://skolabull.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Don't luv my job...

posted by annabjörg @ 3:01 e.h.  
8 ástæður fyrir því að vinnan mín er ekki skemmtileg í dag:

· Það er ekki ennþá búið að ráða manneskju fyrir þá sem hætti um áramótin. Fyrir vikið er ég með allt of mikið á mínu borði.

· Það er ALLTAF einhver veikur. Sem þýðir að það lendir ennþá meira á mínu borði og ég þarf að fresta verkefnum til að taka símann (er sko með samninga frá því fyrir áramót sem er ekki búið að ganga frá ennþá).

· Það er ömurlegt að vera í þeirri aðstöðu að maður getur ekki gert neitt fyrir viðskiptavin en vegna ákvarðana og samninga yfirstjórnar erum við í nákvæmlega þeirri aðstöðu gagnvart einum af okkar stærstu viðskiptavinum. En á meðan þeir borga reikningana sína þá finnst engum neitt að þessu. Urrrr...

· Það getur enginn skipt um vakt við mig á föstudaginn svo að ég mæti líklegast bara of seint í mína eigin afmælisveislu...

· Það er óendanlega kalt hérna inni akkúrat núna, er að spá í að koma með flísteppi og ullarsokka með mér á morgun.

· Það tókst að plata mig til að vinna á afmælisdaginn minn þótt ég ætti að vera í fríi. (Þoli ekki að vera fátækur námsmaður og geta ekki sagt nei við aukapening (hver fann annars upp peninga?!)).

· Uppáhaldssamstarfsfólkið mitt er annað hvort hætt eða að hætta og guð má vita hvað við fáum í staðinn (vegna skipulagsbreytinga innan fyrirtækisins spái ég því að héðan í frá fáum við ekkert nema ótalandi og óskrifandi gelgjur sem vinna hérna í tvo mánuði og hætta svo af því að enginn sagði þeim að það væri ekki hægt að eyða vinnutímanum eingöngu í sms, msn og persónuleg símtöl heldur þyrfti maður aksjúallí að vinna fyrir kaupinu sínu (höfum fengið nokkrar svoleiðis í viðtöl og þjálfun en sem betur fer hefur þeim verið hent út um leið og þessar tilhneigingar koma í ljós en það sárvantar starfsfólk og að endingu hljóta kröfurnar að minnka. Því miður)).

· Framkvæmdastjórinn á afmæli í dag og býður ekki einu sinni í afmæliskaffi. Ég ætla sko ekki heldur að hafa afmæliskaffi á mánudaginn...


Powered by Blogger And Falconer Designs.