<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/8130701?origin\x3dhttp://skolabull.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

föstudagur, janúar 27, 2006

Handbolti smandbolti...*

posted by annabjörg @ 9:20 e.h.  
Ég er greinilega miklu meiri hópsál en ég hélt. Ég komst að því í kvöld að það er alveg sama hversu lítinn (eiginlega bara engan) áhuga ég hef á handbolta, alltaf skal ég horfa á landsleiki og fara í fáránlegt spennukast yfir því hvort Íslendingum takist nú að vinna, öskra á fáránlega dómara og æpa öðru hvoru upp yfir mig: RUÐNINGUR!!! þótt ég viti eiginlega bara ekkert á hvað ruðningur er dæmdur. Og svo verð ég náttúrulega sérfræðingur í varnarleik (dæmi eru um að setningar á borð við: nei andskotinn hafi það, af hverju eru þeir ekki í 6-0 núna?? hafi dottið út úr mér á slíkum stundum) og ríf hár mitt þegar leikmaður fær 2 mínútna brottvísun út af engu (auðvitað er það alltaf út af engu). Og nú er íslenska liðið komið í milliriðil svo að þessi einkenni eiga bara eftir að versna.
En ég geri ráð fyrir að ég sé nú ekki eini Íslendingurinn sem þjáist af Rembingus Handboltus Islandicus, þetta liggur yfir þjóðinni eins og mara þessa dagana...

_____
* Tek það fram að þetta er aðeins ýkt frásögn en samt byggð á frekar raunverulegum atburðum...


Powered by Blogger And Falconer Designs.