...
Já og Eddi á náttúrulega líka afmæli í dag;
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ EDDI!
Mér finnst frábært hvað Rúv er duglegt að sýna heimildarmyndir um tónlistarmenn og í kvöld er mynd um Ray Davies, þann mikla snilling. Það er svo spurning hvort maður reyni að draga mömmu með á tónleikana með honum, Ray Davies og Kinks er eitt af því fáa sem við eigum sameiginlegt tónlistarlega séð (ég er alla vega ekki mikið fyrir panflautur og lyftutónlistina sem hún móðir mín er farin að hlusta ískyggilega mikið á í seinni tíð), þrátt fyrir að ég hlusti aðallega á tónlist frá því hún var ung um þessar mundir.
Svo er náttúrulega möst að fara á Iggy Pop og Stooges og að sjálfsögðu fer ég á Roger Waters, váááá hvað ég hlakka til að sjá hann taka DSotM, þetta er miklu, miklu meira spennandi en þegar Pixies komu og það var nú sögulegur atburður í mínum bókum! En þótt Waters sé snillingur þá er ég nú meiri Gilmour manneskja verð ég að segja, getur ekki einhver komið með hann líka til að halda tónleika? Svona fyrst þeir eru nánast búnir að útiloka að þeir spili saman aftur (nánast sko, maður heldur alltaf í vonina!).
Ég held svo að fjárhagurinn leyfi ekki mikið meiri skemmtun þetta sumarið og ég verð hvort sem er að vinna allan sólarhringinn svo ég komist til Ástralíu í haust! Ég er búin að finna tiltölulega ódýrt flugfar til Sydney frá London, ekki nema 83.000 kall en það er bara ekki neitt miðað við verðin sem maður sér venjulega og fara allt upp undir 150þúsundkall. Nú þarf bara að fara að kippa síðustu spottunum í lag og þá er ég bara farin!!!
Ég var einmitt hjá Agnesi í gær og við vorum að tala um ferðalög og svona og komumst að því að þetta er sirka munurinn á lífi okkar í hnotskurn þessa dagana; ég er að fara í road trip um Ástralíu og hún er að fara til Kanarí! Who’d’ve thunk?!
Ég fór líka í náttfataheimsókn til Völlu í gærkvöldi (það er dásamlegt að vera á bíl!) og við bjuggum til flottasta afmæliskort í heiminum, þó ég segi sjálf frá! Fyrir utan það, þá gætum við ábyggilega meikað það í tónlistarbransanum með vanstilltan gítar, myndavél og WindowsXP að vopni; dúettinn Gutl og Gaul snýr aftur! :P
I *heart* technology!!!
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ EDDI!
Mér finnst frábært hvað Rúv er duglegt að sýna heimildarmyndir um tónlistarmenn og í kvöld er mynd um Ray Davies, þann mikla snilling. Það er svo spurning hvort maður reyni að draga mömmu með á tónleikana með honum, Ray Davies og Kinks er eitt af því fáa sem við eigum sameiginlegt tónlistarlega séð (ég er alla vega ekki mikið fyrir panflautur og lyftutónlistina sem hún móðir mín er farin að hlusta ískyggilega mikið á í seinni tíð), þrátt fyrir að ég hlusti aðallega á tónlist frá því hún var ung um þessar mundir.
Svo er náttúrulega möst að fara á Iggy Pop og Stooges og að sjálfsögðu fer ég á Roger Waters, váááá hvað ég hlakka til að sjá hann taka DSotM, þetta er miklu, miklu meira spennandi en þegar Pixies komu og það var nú sögulegur atburður í mínum bókum! En þótt Waters sé snillingur þá er ég nú meiri Gilmour manneskja verð ég að segja, getur ekki einhver komið með hann líka til að halda tónleika? Svona fyrst þeir eru nánast búnir að útiloka að þeir spili saman aftur (nánast sko, maður heldur alltaf í vonina!).
Ég held svo að fjárhagurinn leyfi ekki mikið meiri skemmtun þetta sumarið og ég verð hvort sem er að vinna allan sólarhringinn svo ég komist til Ástralíu í haust! Ég er búin að finna tiltölulega ódýrt flugfar til Sydney frá London, ekki nema 83.000 kall en það er bara ekki neitt miðað við verðin sem maður sér venjulega og fara allt upp undir 150þúsundkall. Nú þarf bara að fara að kippa síðustu spottunum í lag og þá er ég bara farin!!!
Ég var einmitt hjá Agnesi í gær og við vorum að tala um ferðalög og svona og komumst að því að þetta er sirka munurinn á lífi okkar í hnotskurn þessa dagana; ég er að fara í road trip um Ástralíu og hún er að fara til Kanarí! Who’d’ve thunk?!
Ég fór líka í náttfataheimsókn til Völlu í gærkvöldi (það er dásamlegt að vera á bíl!) og við bjuggum til flottasta afmæliskort í heiminum, þó ég segi sjálf frá! Fyrir utan það, þá gætum við ábyggilega meikað það í tónlistarbransanum með vanstilltan gítar, myndavél og WindowsXP að vopni; dúettinn Gutl og Gaul snýr aftur! :P
I *heart* technology!!!