...
Neibb, ég er bara undarlega tóm. Mig langar ekki til að hugsa um þessa síðustu daga og vikur og mig langar ekki heldur til að skrifa um þær. Ég er alla vega hætt að lemja mig í hausinn með hamrinum, þetta ætti að fara að verða gott bráðum.
Það er samt svo skrítið með þetta líf að þegar eitt gengur ekki upp þá gengur eitthvað annað vel. Einkalífið sökkar en það gengur allt upp í vinnunni. Sem er gott því það léttir alla vega til í hausnum á manni á meðan. Ég þarf svo að taka eina viku á Akureyri í maí til að taka við nýju starfsmönnunum sem koma úr þjálfun í Reykjavík. Sem betur fer kem ég undirbúin eftir síðustu Akureyrarferð, ég veit hvar kaffihúsin eru og hvar er hægt að fá gott Sesar salat, hvaða skemmtistaði ég nenni ekki á og hvernig maður fer á rúntinn! Ekki það, ég fer fljúgandi svo að ég verð ekki með bíl en verð staðsett alveg í miðbænum svo að ég get fylgst með rúntfólkinu. Og kannski farið í skemmtilega hnakkaleikinn sem við fundum upp þarna síðast...
Ég ákvað að fara 15.maí, vinna af krafti út vikuna og svo verður árshátíðin okkar á Akureyri þann 20. (sem er samt júróvisjón kvöldið, það er eiginlega verið að hafa af manni djamm með því að hafa þetta á þessum degi! En það er samt búið að redda skjávarpa og græjum í salinn sem við verðum í svo að við ætlum að horfa á Júró með öðru auganu yfir einhverjum fansí smansí mat og drykk). Og tilbreyting er á við frí svo að þetta verður fínt. Fínt segi ég. Lífið heldur alltaf áfram og það verður betra einhvern tíma... ;)
Það er samt svo skrítið með þetta líf að þegar eitt gengur ekki upp þá gengur eitthvað annað vel. Einkalífið sökkar en það gengur allt upp í vinnunni. Sem er gott því það léttir alla vega til í hausnum á manni á meðan. Ég þarf svo að taka eina viku á Akureyri í maí til að taka við nýju starfsmönnunum sem koma úr þjálfun í Reykjavík. Sem betur fer kem ég undirbúin eftir síðustu Akureyrarferð, ég veit hvar kaffihúsin eru og hvar er hægt að fá gott Sesar salat, hvaða skemmtistaði ég nenni ekki á og hvernig maður fer á rúntinn! Ekki það, ég fer fljúgandi svo að ég verð ekki með bíl en verð staðsett alveg í miðbænum svo að ég get fylgst með rúntfólkinu. Og kannski farið í skemmtilega hnakkaleikinn sem við fundum upp þarna síðast...
Ég ákvað að fara 15.maí, vinna af krafti út vikuna og svo verður árshátíðin okkar á Akureyri þann 20. (sem er samt júróvisjón kvöldið, það er eiginlega verið að hafa af manni djamm með því að hafa þetta á þessum degi! En það er samt búið að redda skjávarpa og græjum í salinn sem við verðum í svo að við ætlum að horfa á Júró með öðru auganu yfir einhverjum fansí smansí mat og drykk). Og tilbreyting er á við frí svo að þetta verður fínt. Fínt segi ég. Lífið heldur alltaf áfram og það verður betra einhvern tíma... ;)