<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8130701\x26blogName\x3d...No+Power+in+the+Verse+can+stop+me...\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLACK\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://skolabull.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://skolabull.blogspot.com/\x26vt\x3d-965859614412168442', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

miðvikudagur, apríl 12, 2006

...

posted by annabjörg @ 3:13 e.h.  
Það hafa væntanlega flestir orðið varir við aðgerðir ófaglærðs starfsfólks á hjúkrunarheimilum undanfarið. Það sem færri vita er þó að forsvarsmaður starfsmannanna, Álfheiður Bjarnadóttir er móðir æskuvinkonu minnar, hennar Völlu.
Heiða er yndisleg manneskja í alla staði og hefur unnið við þessi umönnunar- og aðhlynningarstörf síðan við Valla kynntumst fyrir margt löngu og farist það einstaklega vel úr hendi. Nánast hvar sem er á vinnumarkaðnum myndi manneskja með meira en 15 ára reynslu og augljósa hæfni í starfi fá launahækkun og umbun fyrir sitt starf en því miður virðist ekki vera gert ráð fyrir því á opinberum stofnunum.
Ég er búin að vera í mínu aðalstarfi í rúm 4 ár núna og búin að fá umtalsverðar hækkanir fyrir frammistöðu og aukna ábyrgð í starfi, ég er núna í rétt rúmlega 50% stöðu þar og heildarlaunin mín eru samt hærri en laun fyrir fullt starf við umönnun. Samt er ég bara að pikka á tölvu mest allan daginn, ekki að sjá um fólk. Mér finnst fólk nefnilega svolítið mikilvægara en tölvur.
En þrátt fyrir að launin mín séu hærri og að ég vinni á tveimur öðrum stöðum líka (öðru hvoru, ekkert mikið samt), þá á ég erfitt með að láta enda ná saman þegar líður að mánaðamótum. Heck, það er ekki einu sinni komið fram í miðjan mánuð og ég er nú þegar orðin sorglega blönk. Samt er ég svo óendanlega heppin að vera í fríu húsnæði, ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég þyrfti að borga leigu (kemst nú samt að því fljótlega), ég er ekki með barn/fjölskyldu á framfæri (en sem betur fer er páfagaukafóður ódýrt!) og ég er nú svo nýfarin að reka bíl aftur að ég þori ekki einu sinni að hugsa um aukakostnaðinn sem hann á eftir að kalla yfir mig. Ég get bara ekki ímyndað mér hvað ráðamenn þjóðarinnar eru að hugsa þegar þeir segja þetta vera eðlileg laun sem þurfi ekki að hækka. Af því að einhverjir þurfa alltaf að vera með lægstu launin!!! Hvers konar rök eru það annars? Næstum jafn gáfulegt og það sem Einar Oddur Kristjánsson lét út úr sér í Kastljósinu um daginn og talandi um það, þá skrifaði Valla alveg þrumugott bloggsvar til hans sem allir ættu að lesa. Og þær eru báðar svo dásamlegar mæðgurnar, ég gat ekki annað en dáðst að hugmyndinni hennar Heiðu í Mogganum í gær um að flytja inn pólska og kínverska bankastjóra til að ná laununum í þeim geira niður! Af hverju ekki?!


Powered by Blogger And Falconer Designs.