...
Fjölskylduboð eru undarlegar samkomur. Ég þurfti að fara í tvær slíkar um helgina og mér er illt í "brosa" og "kinka kolli" vöðvunum. Ég er samt svo merkilega heppin með ættingja að í fjölskylduboðum er ég ekki bögguð endalaust með spurningum um barneignir og hjúskaparstöðu. Eða meinta samkynhneigð eins og sumar einhleypar vinkonur mínar hafa víst lent í! ;)
Það er annars svo mikið að gerast hjá mér akkúrat núna að það mest spennandi sem ég get sett hérna inn er það að ég keypti mér "næstum því" pottaplöntu í dag. Eins og margir vita þá er ég ekki manneskja sem á að eiga pottaplöntur. Meira að segja þegar mamma fór í frí og ég var heima hjá henni á meðan, þá þurfti helst einhver annar að koma og vökva blómin eða alla vega minna mig á það. Og ég hef drepið kaktusa. Nokkra. En það er nú komið svolítið síðan og nú fannst mér sem sagt vera kominn tími til að prófa þetta aftur svo að ég fór í Blómaval í dag og þar fann ég fullkomið "blóm" fyrir mig, ég fékk mér bambussprota í potti sem þarf bara að setja vatn í. Og þetta er voða sætt líka og á að blómstra ef allt gengur vel:
Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um hvað plantan endist lengi...
Það er annars svo mikið að gerast hjá mér akkúrat núna að það mest spennandi sem ég get sett hérna inn er það að ég keypti mér "næstum því" pottaplöntu í dag. Eins og margir vita þá er ég ekki manneskja sem á að eiga pottaplöntur. Meira að segja þegar mamma fór í frí og ég var heima hjá henni á meðan, þá þurfti helst einhver annar að koma og vökva blómin eða alla vega minna mig á það. Og ég hef drepið kaktusa. Nokkra. En það er nú komið svolítið síðan og nú fannst mér sem sagt vera kominn tími til að prófa þetta aftur svo að ég fór í Blómaval í dag og þar fann ég fullkomið "blóm" fyrir mig, ég fékk mér bambussprota í potti sem þarf bara að setja vatn í. Og þetta er voða sætt líka og á að blómstra ef allt gengur vel:
Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um hvað plantan endist lengi...