<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/8130701?origin\x3dhttp://skolabull.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

laugardagur, apríl 15, 2006

...blús í A...

posted by annabjörg @ 12:03 e.h.  
Þessir síðustu dagar hafa verið pínu skrítnir. Eða kannski hef ég bara verið skrítin þessa síðustu daga, það getur líka alveg verið...

Ég skellti mér nú samt á blústónleika með henni systur minni á fimmtudaginn. Fórum á tónleika á Blúshátíð Reykjavíkur á Nordica Hótel þar sem fram komu Grana’ Louise, Deitra Farr og Zora Young. Það var einstaklega skemmtileg upplifun og gæsahúðin var nánast föst á handleggjunum á mér á köflum. Deitra Farr sýndi svo ótrúlega raddnotkun þegar hún gerði sér lítið fyrir og gekk út í sal í laginu Mean Old World og söng án þess að taka míkrafóninn með sér. Við sátum aftast og samt skilaði lagið sér alveg til okkar. Það eru ekki allir sem myndu leika þetta eftir! Gaman að þessu, ég hefði líka verið til í að sjá gospeltónleikana þeirra í Fríkirkjunni í gær (við vorum smástund að ákveða á hvora tónleikana við ætluðum), ég heyrði að þeir hefðu verið mjög góðir. En ég var mjög bjartsýn og ætlaði að reyna að komast í jóga kl 6:30 í morgun svo að við ákváðum að fara frekar á fimmtudagskvöldið. Ég fór samt ekkert í jóga, enda bíllaus þessa dagana sem er reyndar mjög gott, maður er allt of fljótur að verða háður þessum blikkbeyglum!

Svo er nú eitthvað líf og fjör framundan, við Agnes ætlum eitthvað smá út í kvöld og svo er stefnumót með hinum eina og sanna Einari á morgun! Hver veit hvað gerist þá!!!


Powered by Blogger And Falconer Designs.