<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/8130701?origin\x3dhttp://skolabull.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

sunnudagur, maí 14, 2006

...

posted by annabjörg @ 1:31 f.h.  
Af einhverjum orsökum sem ég skil ekki alveg, endaði ég í afmælinu hans Hermanns (hver svo sem það nú er, hann er allavega orðinn 25 ára). Það var haldið í Klúbbnum sem er svo mikill úthverfaplebbapöbb (reyndu að segja það 10 sinnum hratt) að það fyrsta sem ég sá þegar ég kom þangað var flíspeysumamma í strigaskóm við barinn og afgreiðslufólkið var líka svona flíspeysufólk (ekki það að það sé eitthvað vont að vera í flíspeysu, það verður bara að viðurkennast að flís er afar sjaldséð í 101 á helgarnóttum). Og til að kóróna plebbismann var hljómsveitin frá Selfossi (eins og Hermann sjálfur skildist mér) og var mjög stolt af að spila Sk*mó (get ekki skrifað allt orðið, þá dey ég) og annað Selfossrusl, gömul júróvisjónlög (Hægt og hljótt í "rokk"útsetningu, WTF?!) og ýmislegt annað óprenthæft.
Fólk virtist samt skemmta sér ágætlega þrátt fyrir það en þar sem svona skemmtanir eru ekki alveg minn tebolli þá ákvað ég bara að fara snemma heim, þarf líka að vakna á morgun og pakka niður. Og ég þarf sko að pakka ÖLLU niður. Föt fyrir viku, plús eitt sett af djammfötum plús eitt árshátíðardress með öllum skófatnaði, snyrtivörum, hárvörum og fylgihlutum sem þessu fylgir... Getur einhver lánað mér stærri tösku??!


Powered by Blogger And Falconer Designs.