...
Ég hef sjaldan séð himininn jafn stjörnubjartan eða jafn mikið af dansandi norðurljósum og síðastliðna nótt. Þar sem það er mjög erfitt að koma því í orð hvað þetta var ótrúlega fallegt þá langar mig bara að minna ykkur á að taka ykkur einstaka sinnum tíma til að líta upp til himins og gá hvað þar er að sjá. Það gæti komið á óvart...