Ranglætið á Íslandi.
Er ekki kominn tími til að hafa skoðanir??
Óréttlætið í dómskerfinu er að fara með mig. Nú er komið í ljós að skyrslettararnir á Nordica fá á sig kæru fyrir stórfelld eignaspjöll og eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm fyrir að eyðileggja fatnað og aðra hluti. Á sama tíma fréttir maður að ríkissaksóknari fellir niður flestar nauðgunarkærur sem koma inn á borð til hans og gerendur í þeim málum hljóta enga refsingu fyrir að eyðileggja mannslíf. Alla vega held ég að þolendum í nauðgunarmálum líði þúsund sinnum verr heldur en jakkafatalufsunum sem fengu eilítið af skyri á fínu fötin sín (sem er hægt að hreinsa svo þau verði sem ný), tölvurnar sínar (sem var ábyggilega til backup af einhvers staðar) og húsgögnin (sem er líka hægt að láta hreinsa svo þau verði sem ný), því mannssálina er ekki hægt að þvo með hreinsiefnum svo að hún verði sem ný. Það er augljóst að samfélag okkar hefur þróast á þann veg að hlutir eru meira virði en líf. Kannski af því að það er auðvelt að meta hluti, þeir eru ónýtir eða ekki en það er erfiðara að meta ónýta manneskju. Manneskju sem lokar sig af frá umhverfinu, manneskju sem hættir að treysta fólki, manneskju sem lifir ekki lengur inni í sér en tekst samt að fela það af því að það vill enginn sjá það.
En það er náttúrulega ekki jafnmikilvægt og að halda álfólkinu í góðu skapi svo að það byggi 30 álver í viðbót…
Óréttlætið í dómskerfinu er að fara með mig. Nú er komið í ljós að skyrslettararnir á Nordica fá á sig kæru fyrir stórfelld eignaspjöll og eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm fyrir að eyðileggja fatnað og aðra hluti. Á sama tíma fréttir maður að ríkissaksóknari fellir niður flestar nauðgunarkærur sem koma inn á borð til hans og gerendur í þeim málum hljóta enga refsingu fyrir að eyðileggja mannslíf. Alla vega held ég að þolendum í nauðgunarmálum líði þúsund sinnum verr heldur en jakkafatalufsunum sem fengu eilítið af skyri á fínu fötin sín (sem er hægt að hreinsa svo þau verði sem ný), tölvurnar sínar (sem var ábyggilega til backup af einhvers staðar) og húsgögnin (sem er líka hægt að láta hreinsa svo þau verði sem ný), því mannssálina er ekki hægt að þvo með hreinsiefnum svo að hún verði sem ný. Það er augljóst að samfélag okkar hefur þróast á þann veg að hlutir eru meira virði en líf. Kannski af því að það er auðvelt að meta hluti, þeir eru ónýtir eða ekki en það er erfiðara að meta ónýta manneskju. Manneskju sem lokar sig af frá umhverfinu, manneskju sem hættir að treysta fólki, manneskju sem lifir ekki lengur inni í sér en tekst samt að fela það af því að það vill enginn sjá það.
En það er náttúrulega ekki jafnmikilvægt og að halda álfólkinu í góðu skapi svo að það byggi 30 álver í viðbót…