<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/8130701?origin\x3dhttp://skolabull.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

...

posted by annabjörg @ 2:58 e.h.  
Svefnleysi getur haft undarleg áhrif á hugsanaferlið...

Ég er með línu úr SigurRósarlaginu með Coldplay fasta í hausnum á mér:
„When you get what you want but not what you need.”
Ég veit hvað mig langar í en ég veit ekki hvers ég þarfnast. Fyrir utan þetta augljósa; mat, húsaskjól og allt það, hvað þarf maður í raun og veru? Ef maður gæti bara í smástund stigið út fyrir sjálfan sig og horft á það sem maður er þá fengist kannski svar en sjálfmiðaður heili okkar gerir bara ráð fyrir að hann verði að tryggja afkomu okkar og afkomendur. Gen eru sjálfselsk og gera okkur sjálfselsk. Allt snýst um mig. Sama hver ég er. Sama hver þú ert, þá snýst allt um þig. Þetta er ekki okkur að kenna. „We don’t have to be the best, we just have to be good enough.” Alla vega er það nóg frá erfðafræðilegu sjónarmiði.
Þróunarsagan er skrifuð í fuglinn minn, hann hefur eðlisávísun sem þróaðist hjá forfeðrum hans en hann býr í búri heima hjá mér, rétt eins og foreldrar hans bjuggu í búri einhvers staðar annars staðar og foreldrar þeirra líka. En genin eru eins og þau voru þegar aðstæður voru allt aðrar í heiminum. Genin eru eftirá. Við erum löngu búin að búa til nýjan heim til að búa í en við erum ennþá að berjast fyrir sömu hlutunum og áður. Takmarkaður tími á jörðinni þýðir takmarkaður tími til að fylgjast með og læra af reynslunni.
Það er ekki hægt að læra af reynslu annarra svo að hver kynslóð þarf að finna upp hjólið, hvert barn sem fæðist þarf að fara í gegnum það sama og þeir milljarðar manna sem hafa farið um jörðina á undan því en einstaklingsmiðuð reynsla kennir manni ekkert um heiminn. Maður, líttu þér nær en nær væri að segja, Maður líttu þér fjær. Sjáðu allt sem er í heiminum og þú getur ekki snert. Sjáðu alla staðina sem þú munt aldrei heimsækja, allt fólkið sem þú munt aldrei hitta. Hugsaðu um óendanleikann og að þú ert ekki hluti af honum. Þú ert bara á þínum stað, hugsandi um sjálfan þig og hvað þig langar í. Alveg eins og ég. Hvers þarfnast ég?
„When you get what you want but not what you need…”


Powered by Blogger And Falconer Designs.