<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/8130701?origin\x3dhttp://skolabull.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

sunnudagur, febrúar 12, 2006

...

posted by annabjörg @ 7:29 e.h.  
Ég biðst afsökunar á bloggleysi, ég er búin að vera með óvenjulega virkan ritskoðara í hausnum á mér undanfarið sem vill ekki að ég segi neitt sem ég vil segja af því að sumt sem ég vil segja á ekkert erindi í annarra eyru. Augu. Eitthvað...

Eníveis, var að koma heim eftir yndislegan dag, fór á kaffihús með Hödda sem ég hafði ekki hitt í eigin persónu síðan í fyrravor (kominn tími til) og við rifjuðum upp gamla og nýja tíma. Auðvitað var það æði, fórum yfir heima og geima og ákváðum að það væri æðislegt að vera við í dag! Við vitum hvar við vorum og við vitum hvar við erum í dag og það eru sko himinn og haf sem skilja að.
En jæja, svo röltum við bara í bænum, kíktum í Kolaportið (keypti Reservoir Dogs og Eternal Sunshine of the Spotless Mind á dvd, vei!) og fórum svo og kusum í prófkjöri Samfylkingarinnar. Mæja frænka sem ég hitti bara í fjölskylduboðum einu sinni á ári eða annað hvert ár hringdi nefnilega í mig til að athuga hvort ég væri ekki til í að kjósa ákveðinn frambjóðanda, ég sagðist alveg vera til í að kíkja á það enda líst mér ágætlega á téðan frambjóðanda og hans málefni og Höddi ætlaði hvort sem var að fara og kjósa. Svo þurfti hann að fara í mat í foreldrahúsin og ég kíkti í Mál & Menningu (hvað er ferð í miðbæinn ef það er ekki farið í a.m.k. eina bókabúð?!) þar sem er útsala þessa dagana. Mér fannst nú ekkert voðalega mikið af spennandi bókum á þessari útsölu en ég keypti samt reyfara eftir Lawrence Block sem er ágætis spennusagnahöfundur og svo Neon Bible eftir John Kennedy Toole. Man að einhver sagði mér að hún væri ágæt. Svo keypti ég líka Venus in Furs um daginn, ég veit ekki hvenær ég ætla mér að hafa tíma til að lesa þetta! Æj, það er samt eitthvað notalegt við það að eiga ólesnar bækur uppi í hillu, ef maður skyldi eiga lausa stund...

En já, á meðan öllu þessu stóð var ég auðvitað ekki að gera verkefnið í Opinberri Stjórnsýslu sem ég þarf að skila á morgun svo að ég er að hugsa um að fara að gera það núna...

Og btw, tónlist dagsins er Velvet Underground. Skylduhlustun á sunnudögum...


Powered by Blogger And Falconer Designs.