...

Þetta er dásamlegt kvöld. Ég gat engan vegin hugsað mér að fara beint heim svo að ég lagði bílnum við stífluna og tók smá rölt í dalnum. Mér finnst svo gott að labba í akkúrat svona veðri; kalt, stillt og dimmt. Kuldinn bítur í kinnarnar en ósköp blíðlega, gerir þær svona mátulega útiteknar og glóandi á meðan maður gengur. Eftir að ég uppgötvaði að það eru engin skrímsli í myrkrinu (bara það sama og í dagsbirtu, bara öðruvísi á litinn (hey, þetta meikaði sens þegar ég var átta ára)) þá hefur veturinn verið uppáhalds árstíðin mín. Vetur og myrkur.

Ég skil samt að fólk meiki ekki veturinn og fari eitthvað í kerfi yfir þessu öllu, það er auðvelt að missa sig í myrkrinu en þetta hefur einhver önnur áhrif á mig, mér finnst miklu erfiðara að vera til á sumrin. En kvöldið í kvöld var alla vega æði, stjörnubjart og fullt tungl (eða nánast fullt) ...just a perfect night...