<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8130701\x26blogName\x3d...No+Power+in+the+Verse+can+stop+me...\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLACK\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://skolabull.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://skolabull.blogspot.com/\x26vt\x3d-965859614412168442', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

...skemmtun kvöldsins...

posted by annabjörg @ 9:49 f.h.  
Vá. Nú get ég ekki orða bundist. Hvernig í órökuðum órangútaeyrum getur fólk sem kallar sig siðmenntað látið þvílíkt og annað eins sjónvarpsefni yfir sig ganga og þessar Entertainment Tonight “fréttir” sem boðið er uppá á Sirkus? Ég var að flakka á milli stöðva og lenti á endanum á einum þættinum og þulirnir Barbie og Ken* voru að fara yfir það sem yrði í þættinum daginn eftir og Barbie sagði orðrétt: “...and we’ll have John Travolta on a motorcycle, you don’t want to miss that!!!!!!!!” Og ég set svona mörg upphrópunarmerki því maður heyrði svona mörg upphrópunarmerki. Þetta kom út eins og það væri alls ekki nóg að það yrði fjallað um JT, heldur yrði hann á mótorhjóli... Æ þetta hljómaði bara eins og það væri verið að auglýsa simpansa í sirkus.
Er þetta virkilega eitthvað sem fólk horfir á af fúsum og frjálsum vilja? Ég hef nokkrum sinnum rekist á þetta og síðustu vikuna hefur verið nánast bein útsending frá undirbúningi fyrir brúðkaup Tom Cruise og Kate Holmes sem var greinilega ekki í Ameríku þó ég hafi ekki náð hvar.
Það var í alvörunni send “frétta”kona til að vera í beinni að tala um hvað hefði verið gert þann daginn; “já, blómaskreytingarnar komu í dag, þær voru svoooooo fallegar, verst að það má ekki taka myndir af neinu svo að þið getið ekki fengið að sjá það en ég sá þær og þær voru svoooooo fallegar!!!!!” “Takk fyrir þetta Sindy.* Næst; nýjustu fréttir af skilnaði Reese Witherspoon og Ryan Phillipe!!!!” Meira að segja upphrópunarmerki í loftinu á eftir því. Svo er allt hæpað upp með svona “coming up” innslögum og hamrað á því hvað er næst í þættinum eins og gert sé ráð fyrir að áhorfendur hafi athyglissvið á við hamstur.
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta frekar ósmekkleg þáttagerð. Þessi forvitnissýki um hagi náungans sem sumt fólk virðist þjást af er með ólíkindum. Bara af því að fólk er frægt á ekki að gefa okkur rétt til að vita ALLT um þetta fólk, hverju erum við bættari með það að vita hvernig blómin í brúðkaupinu hjá “Tomkat” (og þessar asnalegu styttingar eru efni í annan pistil) voru á litin? Höfum við virkilega svona lítið að gera í okkar sældartilveru að okkar afþreying felst í að fylgjast með öðru fólki lifa lífinu?
Eða höfum við kannski alltaf verið svona? Var ekki helsta skemmtunin fyrr á öldum þegar förufólk kom á bæina og sagði sögur af fólkinu í kring? Ætli förumennirnir hafi stoppað á fimm mínútna fresti til að láta vita hvað kæmi næst; “Já hann Jón á Eyrum tók sér konu og síra Þorkell gaf þau saman. Eftir smástund segi ég frá deilum Sigurðar frá Ósum og Herjólfs gamla í Koti um landamerki, nú ætla ég að taka mér hlé og borða þetta dýrindis saltket sem húsmóðirin hefur borið á borð, stei tjúnd...”

_
* Þar sem ég hef ekki hugmynd um hvað þessir þulir heita í alvörunni ákvað ég að gefa þeim viðeigandi gælunöfn í þessum pistli. Sá sem kallaður er Ken held ég að hafi í alvörunni verið með plasthár.


Powered by Blogger And Falconer Designs.