...
Urr hvað ég þoli ekki lækna. Ekki fyrir það að vera læknar sem þurfa að pota í mann og spyrja óþægilegra spurninga eins og það sé eðlilegasti hlutur í heimi, ekki fyrir að vera yfirleitt handkaldir ef þeir þurfa að snerta mann einhvers staðar eða fyrir að láta mann oftast bíða í lengri tíma flettandi gömlum og leiðinlegum blöðum áður en maður kemst að. Nei, það sem ég þoli minnst við lækna er að borga þeim. Nú er ég reyndar þeirrar skoðunar að læknar eigi (í samræmi við þá menntun sem þeir verða sér úti um) að hafa ágætis laun. Mér finnst samt líka óþarfi að staðla gjöldin á læknastofum svo rosalega að maður greiðir það sama fyrir 2 mínútna viðtal og 20 mínútna ítarlega skoðun (sama nefnilega hvaða menntun maður hefur, maður á að fá borgað fyrir það sem maður gerir, ekki það sem maður kann).
Ég fór nefnilega til læknis í dag. Sem betur fer er ég nú ekki alvarlega veik eða neitt slíkt heldur þurfti ég að leita álits læknis á ákveðnu vandamáli. Læknirinn tók á móti mér og spurði um erindið, ég sagði honum það og þá segir hann; já, ég er reyndar í samstarfi við annan lækni sem myndi kíkja á þetta fyrir þig. Ok segi ég, læknirinn skoðar kvillann minn örsnöggt og skrifar svo tölvupóst til hins læknisins með mínum upplýsingum og segir mér að það verði hringt í mig til að ákveða tíma. Allt þetta tók ca. 5 mínútur í það heila og fyrir þessar 5 mínútur greiddi ég tæpar þrjúþúsund krónur, sem er flokkað sem komu-og skoðunargjald. Og ég var ekki einu sinni skoðuð og þarf ábyggilega að borga hinum lækninum ennþá meira! Urrrrrrrrr…
Ég fór nefnilega til læknis í dag. Sem betur fer er ég nú ekki alvarlega veik eða neitt slíkt heldur þurfti ég að leita álits læknis á ákveðnu vandamáli. Læknirinn tók á móti mér og spurði um erindið, ég sagði honum það og þá segir hann; já, ég er reyndar í samstarfi við annan lækni sem myndi kíkja á þetta fyrir þig. Ok segi ég, læknirinn skoðar kvillann minn örsnöggt og skrifar svo tölvupóst til hins læknisins með mínum upplýsingum og segir mér að það verði hringt í mig til að ákveða tíma. Allt þetta tók ca. 5 mínútur í það heila og fyrir þessar 5 mínútur greiddi ég tæpar þrjúþúsund krónur, sem er flokkað sem komu-og skoðunargjald. Og ég var ekki einu sinni skoðuð og þarf ábyggilega að borga hinum lækninum ennþá meira! Urrrrrrrrr…