<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8130701\x26blogName\x3d...No+Power+in+the+Verse+can+stop+me...\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLACK\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://skolabull.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://skolabull.blogspot.com/\x26vt\x3d-965859614412168442', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Klukk klukkedí klukk klukk klukk...

posted by annabjörg @ 8:40 e.h.  
Jæja, ég var víst klukkuð og skorast ekkert undan því! Hér eru semsagt stórkostlegar og mjög merkilegar upplýsingar um mig sem heimurinn verður betri af að vita:

4 störf sem ég hef unnið við um ævina:
- Að gella (fyrsta “alvöru” vinnan mín sem var ekki unglingavinna eða barnapössun, stóð 13 ára gömul ásamt tveimur bekkjarsystrum niðri á höfn fyrir vestan með fullt kar af fiskhausum fyrir framan mig og gellaði í akkorði)
- Þvottahús á elliheimili (tvö sumur, 16 og 17 ára og sú sem var næst yngst var komin yfir fimmtugt…)
- Miðasöludama og hurðapassari á strípibúllunni Vegas (eins og strákarnir sögðu alltaf, þetta eru kaflarnir sem selja ævisöguna…)
- Gagnaskráning og þjónustuverja hjá Gulu línunni (núverandi vinnan mín sem er mjög fín)
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
- Fight Club
- Pulp Fiction
- Monty Python’s The Meaning of Life
- The Wall
(og nokkrar í viðbót en þessar komu fyrst upp í hugann)
4 staðir sem ég hef búið á:
- Hraunbær 76
- Neðstaleiti 4
- Eyjabakki 8
- 1051 Edison Garden (verður ekki að vera eitt útlenskt með?!)
4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- The Simpsons
- South Park
- Buffy the Vampire Slayer og Angel (hef það saman fyrst það má bara nefna 4!)
- Prison Break (nýja ástæðan fyrir að kveikja á sjónvarpinu)
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Danmörk
- Gautaborg
- Amsterdam
- Benidorm
4 síður sem ég skoða daglega (fyrir utan blogg):
- hi.is
- Baggalútur
- b2
- Wikipedia
4 matarkyns sem ég held uppá:
- Sushi
- Hýðishrísgrjón
- Sveppasósan hjá mömmu (bara gerð við hátíðleg tilefni)
- Fersk kirsuber
4 bækur sem ég les oft:
- Bróðir minn Ljónshjarta
- Hitchhiker’s Guide to the Galaxy
- Hús andanna
- Pride and Prejudice
4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:








- Á eyjunni okkar með sólhlífardrykk borinn fram í kókoshnetu!







- Uppi á Uluru kletti í Ástralíu










- Í litlu fjallaþorpi í Suður-Frakklandi










- Á tunglinu að horfa á jörðina koma upp

4 bloggarar sem ég klukka:
- Hildur (vona bara að hún komist í tölvu/tengingu fljótlega)
- Valla (það er allt of langt síðan hún bloggaði síðast)
- Litla laufblaðið (hún vildi endilega fá að vera með í svona bloggleikjadóti, gjössovel!)
- Furðuvera (hefði ekki átt að segjast hafa gaman af svona spurningalistum!)



Powered by Blogger And Falconer Designs.