Jæja, þá er það stórafmæli númer tvö á árinu; elsku besta mamma mín á sextugsafmæli í dag. Eins og öll sniðug afmælisbörn þá er hún að heiman á afmælisdaginn (er í London og kemur heim með stígvélin mín, veiiiiii!) en fær engu að síður hamingjuóskir og knús og kossa í tilefni dagsins!