...
Ég var að hugsa það í gær hvað það væri leiðinlegt að vera ekkert búin að fara í fjallaferð í vetur, svo hringdi Agnes áðan og bauð mér að koma með í Landmannalaugaferð um helgina með Vöku gaurunum (sem við höfum farið með í nokkrar ferðir áður)! Finnst ykkur ekki æði þegar svona gerist?! Ég er alla vega til í að sleppa vinnudjamminu um helgina fyrir jeppatúr, þetta verður snjór og frost og fjallamyrkur og stjörnur (vonandi) og allt sem er æði...!