<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/8130701?origin\x3dhttp://skolabull.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

þriðjudagur, janúar 09, 2007

...árið og AMMLIS...

posted by annabjörg @ 9:36 e.h.  
First things first, AMMLI AMMLI AMMLIS!!! Elsku besta Vallan mín á afmæli í dag og á skilið að fá knús og þúsund kossa fyrir að þora að vera fyrst okkar til að verða tuttuguog... öh... eitthvað! Eitthvað lítið. Já... Það þýðir náttúrulega að það er vika í afmælið mitt og að það verður okkar venjulega afmælissingstar um helgina (er það ekki orðið að hefð ef það er gert oftar en tvisvar?!). Ef ég hefði strengt áramótaheit hefði það líklegast átt að vera að þetta árið ætla ég að MUNA EFTIR AFMÆLISPARTÝINU MÍNU!!! Það ætti reyndar að vera frekar auðvelt þar sem við ætlum ekki að bjóða upp á BananaDrama. *hrollur* Það er skaðræðisuppfinning og ætti auðvitað að seljast til miðausturlanda sem efnavopn.

En já, nýtt ár er gott. Já, ég held það bara. Eftir að hafa byrjað frekar leiðinlega með vinnu- og skólamál í algjörum ólestri er allt orðið eins og það á að vera, ég byrja í skólanum í næstu viku og var ekki sagt upp í vinnunni (sem hefði væntanlega orðið raunin ef ég væri ekki að fara í hálft starf með skólanum), veiiiii!

Afleiðingin er einhvers konar metnaðarkast, mér finnst aftur gaman að mæta í vinnuna og fór m.a.s. í Kringluna í dag og keypti mér peysur í fínni kantinum fyrir vinnuna. Dress for the job you want, not the job you have ;) Ég var nefnilega orðin pínu leið í þjónustuverinu, sat bara úti í horni í gallabuxum og hettupeysu, nánast ómáluð og var bara þarna, núna þarf ég að sitja fundi með eigandanum og söludeildinni svo að maður verður nú að vera aðeins snyrtilegri. Nema á fundinum á morgun sem ég neyðist til að sitja með kattaklór í andlitinu, sem er ekki snyrtilegt, Algrímur var eitthvað ósáttur þegar ég tók hann niður af eldhúsborðinu þegar ég var að elda.
En þetta verður fínt, fín vinna og fínn vinnutími, vona bara að þetta fari ekki allt í klessu með skólanum, ég ætla að reyna að taka fullt nám, 15 einingar, á þessu misseri. Sjáum til hvað gerist...


Powered by Blogger And Falconer Designs.