<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/8130701?origin\x3dhttp://skolabull.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

föstudagur, september 07, 2007

...flutningar...

posted by annabjörg @ 3:58 e.h.  

Jæja, kominn tími á þessa mánaðarlegu færslu...

Það ber helst til tíðinda í þessum mánuði að ég hefi ákveðið að flytja heimili mitt úr Árbænum, hvar ég hef búið í samtals rúm 13 ár af mínum 28 og gerast húsmóðir í vesturbænum. Þetta verður töluverð breyting, þótt ég sé nú búin að vera með annan fótinn hjá Halldóri á Hringbrautinni frá því í fyrra þá er það engu að síður stórt skref að flytja með innbú og alles.

Ég get ekki neitað því að ég er pínu kvíðin enda hef ég ekki deilt heimili með annarri manneskju síðan ég leigði í Gnoðarvoginum hérna um árið og það endaði ekkert sérstaklega vel! En það var reyndar annars eðlis, þetta ætti skv. öllum forsendum að ganga mun betur!
Núna er ég svo bara að pakka í rólegheitum og henda fullt af drasli, ákveða hvað af húsgögnum og húsbúnaði ég þarf að hafa með mér, hvað ég ætla að setja í geymslu og hvað ég ætla að gefa frá mér.

Ég geri fastlega ráð fyrir að hér verði a.m.k. einn ísskápur á lausu (soldið gamall samt en kælir vel), bókahilla (úr ljósri furu, 5 hillur), frekar ljótt og shaky furu-glerskáps-júnit með skúffum (ca. 2m hátt, glerskápur efst, svo hilla fyrir neðan og svo skúffur og hilla niður við gólf), rörahillur úr IKEA (með viðar- og glerhillum), geisladiskarekki fyrir marga geisladiska (hehe, veit ekki hvort einhver þarf svoleiðis lengur, ég þarf það alla vega ekki!), blái sófinn hans Halldórs verður líklegast látinn fara (3 sæta IKEA sófi, ca. ársgamall með bláu flauelsáklæði) og kannski rúm, 140 cm á breidd, er ekki alveg búin að ákveða hvort það fer í geymslu eða ekki og ég veit ekki heldur með sófaborðið mitt, spurning líka með slatta af glösum og svoleiðis dóti...
Held að ‘sófinn’ sem ég er með hérna fari bara í Sorpu, hann er eiginlega bara grind (reyndar með renndum fótum, voða fín grind) með svampdýnu og 3 púðum í bakið, mjög retro!

Ef það eru einhverjir ‘takers’ þarna úti þá má alveg hafa samband við mig áður en ég fer með þetta í Góða hirðinn eða set auglýsingu á Barnaland (eins og Agnes gerði með góðum árangri þegar hún flutti), get tekið myndir ef þess þarf ;)

Ég held samt að þetta verði skrítið til að byrja með, mér finnst afskaplega gott að búa í Árbæ, hér er t.d. hægt að fá bestu langlokur í heiminum (Skalli í Hraunbæ), bestu súkkulaðibita’smá’kökur í heiminum (Árbæjarbakarí, samt afar mistækt bakarí að öðru leyti) og hér er eiginlega allt til alls í göngufæri. Á móti kemur að það er svosem líka flest í göngufæri af Hringbrautinni (sérstaklega skólinn og ef ég fæ hjól er ég ekkert lengi að hjóla í vinnuna) og það þarf aldrei að bíða eftir leigubíl á djamminu!

Ég var samt einhvern vegin búin að bíta það í mig að þegar ég flytti frá pabba þá myndi ég halda mig ofan við Elliðaárnar en svona er lífið, maður veit aldrei hvar maður endar!

Og já, ef þið vitið um einhvern sem vantar herbergi til leigu (aðgangur að baðherbergi og þvottahúsi en engin eldunaraðstaða) þá endilega hafið samband. Ég hef haft það mjög gott hérna og mæli alveg með því að búa í Árbænum, eins og sjá má!



Powered by Blogger And Falconer Designs.