<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/8130701?origin\x3dhttp://skolabull.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

fimmtudagur, júlí 26, 2007

...sumarþankar...

posted by annabjörg @ 9:06 e.h.  

In case you were wondering, þá var ég að borða dásamlega góðan mat og hugsa um útileguna sem ég er að fara í á morgun.

Maturinn kom frá grænmetisveitingastaðnum Á Grænni Grein sem er staðsettur í bláu húsi við Faxafen, nánast við hliðina á Makkdónalds. Hildur og mamma hennar reka þennan stað og þrátt fyrir þessi augljósu hagsmunatengsl ætla ég hér með að lýsa því yfir að þetta er uppáhaldsstaðurinn minn í bænum. Hugsanlega þó að Ósushi undanskildum (sorrí Hildur!) en baráttan milli þeirra er hörð. En í alvöru, ég mæli með því að allir sem eru ekki hræddir við grænmetisfæði prófi að fara þangað, það er meira að segja þess virði að fara þangað bara til að kaupa brauðbollur því þær eru í alvöru talað bestar í heimi! Næst skaltu bara keyra framhjá Makkanum og fá þér alvöru mat í magann ;)

Á meðan ég hugsaði um útilegu helgarinnar fór ég líka að hugsa um sumarið og komst að þeirri niðurstöðu að það er búið að vera yndislegt! Helstu viðburðir hafa m.a. verið:

Tónleikar með Air, sem voru æði, þótt við sætum nánast uppi á þakinu. En við sáum mjög vel og tónlistin var frábær.

Næst voru það The Wall tónleikar sinfóníunnar og Dúndurfrétta sem voru... ólýsanlega góðir. Gæsahúð og allur pakkinn og ég er ennþá agndofa og opinmynnt eftir að hafa séð og heyrt hvernig þeir fóru að því að taka Bring the Boys back Home (sem ég var búin að íhuga mikið fyrir tónleika). Og svo finnst mér ótrúlegt hvernig raddirnar þeirra hljóma saman, þegar Pétur og Matti syngja tvíraddað hljómar það einhvern vegin eins og heill kór sé að syngja. Dúndurfréttir eru æði og yndi og ég vona að það verði ekki langt í næstu tónleika.

Einn dásamlegan sunnudag fórum við svo nokkur upp á Snæfellsnes þar sem við fórum í hvalaskoðun frá Ólafsvík í frábæru veðri, ekki sól en alveg stillt og sléttur sjór svo við sáum mjög vel yfir hafflötinn og sáum hrefnur og höfrunga. Og fullt af fuglum líka!
Við skelltum okkur svo hinum megin á nesið þar sem við fengum sól og ennþá betra veður, borðuðum á Hellnum (að Hellnum ?!) og fórum í göngutúr um nágrennið. Ég get ekki mælt nógu mikið með ferð þangað, maturinn var frábær og jökullinn fallegur.

Svo er ég búin að fara með Halldóri á ættarmót sem haldið var í Súðavík og notaði tækifærið til að skoða sveitina mína en afi og amma bjuggu í Arnardal sem er rétt fyrir utan Ísafjarðarkaupstað og þar kom ég oft á sumrin þegar ég var yngri. Jörðin var þó seld fyrir nokkrum árum og núverandi ábúendur eru m.a. búnir að innrétta fjósið sem fínan veislusal og héldu brúðkaupsveisluna sína þar fyrir nokkrum vikum (sá það reyndar bara utanfrá en hef séð myndir að innan og þær eru afar ólíkar því sem ég man eftir!). Frábær ferð og merkilegt nokk þá var gott veður á vestfjörðum. Að vísu er bara gott veður fyrir vestan ef maður kemst í almennilegt skjól en þá er það líka gott!

Um síðustu helgi var svo brúðkaup Agnesar og Ágústs (sem á reyndar að beygjast Ágústar en ég er að reyna að klóra yfir það að ég skrifaði það vitlaust í skrautskriftarhausinn í gestabókinni... trallala... *flaut*) og það var ólýsanlega fallegur og yndislegur dagur. Ég hef ekki farið í mörg brúðkaup en mér fannst athöfnin hjá sýslumanni svo lítil og náin og falleg að ég var næstum farin að gráta. Það hefur sko aldrei gerst í kirkjubrúðkaupi. Ég held samt líka að ég hafi aldrei verið í brúðkaupi hjá neinum sem ég er jafn náin og Agnesi (nema kannski brúðkaup mömmu og Kristjáns en þá var ég nú bara 10 ára og var ekkert yfirkomin af tilfinningum) svo það hefur nú kannski haft sitt að segja. Og svo var hún náttúrulega fallegasta brúður í heimi! Veislan var líka vel heppnuð, ekki of formleg en ekki of mikil læti eða leikir og fiflagangur. Ég fékk að syngja fyrir brúðhjónin, sem var mér mikill heiður, tók fyrir þau Time in a Bottle (sem þau stigu brúðar’valsinn’ við), Perfect Day og Sunday Morning. Ég held að það hafi ekki helmingurinn af gestunum þekkt Time in a Bottle (sem þau völdu sérstaklega) eða Sunday Morning (með Velvet Underground) en mér er sama, ég söng fyrir þau ;) og fékk reyndar mjög gott feedback frá öðrum gestum, sem mér þykir mjög vænt um og gefur mér smá styrk til að íhuga að fara kannski að gutla eitthvað og gaula meira útávið!

Og næst er það sumsé útilega með Einari!! Við Hildur ætlum að fá að crasha ættarmótið hennar Völlu (ég er að verða mjög góð í að fara á annarra manna ættarmót) og nota tækifærið og fara í alvöru útilegu. Og þá meinum við sko alvöru, það eina sem verður tekið með af nýjustu tækni verður iPod og það verður nú eiginlega bara til að hlusta á á leiðinni því auðvitað verður öll tónlist utan bílsins í formi gítarglamurs. Kannski semjum við bara þemalag fyrir Einar þegar við erum komnar aðeins niður í hvítvínskassann, ótrúlegt að það sé ekki búið að því eftir öll þessi ár! En annars er það bara gammeldags tjald með hælum sem verður stungið niður einhvers staðar við ána og eldað á prímus og kolum. Ég hlakka svo mikið til!

Þannig að já, fyrst þetta er stelpuferð þýðir það auðvitað að Halldór verður einn heima, vinsamlegast takið hann að ykkur, gefið honum jafnvel að borða (og drekka, hann verður mjög glaður ef hann fær einn bjór eða svo) og hjálpið honum eftir bestu getu, ég ímynda mér auðvitað að hann sé alveg lost án mín ;P

Þangað til næst (hvenær sem það verður), knúsís&kissís...



Powered by Blogger And Falconer Designs.