<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/8130701?origin\x3dhttp://skolabull.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

fimmtudagur, maí 10, 2007

...júró...

posted by annabjörg @ 9:14 e.h.  
Jæja, í fyrsta skipti á ævinni var ég búin að hlusta á öll lögin í júró og það er miklu skemmtilegra að horfa á keppnina þannig! Ég get samt ekki sagt að ég hafi mikla skoðun á þeim, þessi tónlist er alls ekki minn tebolli og mér er nokk sama hverjir komast áfram. Nema að ég vil sjá Ungverjaland áfram, þvílík rödd, þetta er bara eins og Janis Joplin endurborin! Fyrir utan hreiminn auðvitað... Lagið gæti líka verið betra en ég er í fyrsta skipti á ævinni að spá í að reyna að hafa upp á meira efni með júróvisjónflytjanda.

Íslendingarnir stóðu sig svosem ágætlega, mér fannst Eiríkur æðislegur en hverjum í ósköpunum datt í hug að setja þessa gítargaura á sviðið?! Í fyrsta lagi, það vita allir að það er enginn að spila á hljóðfæri í alvörunni á sviðinu. Í öðru lagi þá er engin hljómsveit með 4 gítarleikara (vinsamlegast ekki draga upp einhverjar obskjúr pælingarokksveitir, ég er bara að tala um svona almennt). Í þriðja lagi þá er ekki einu sinni það mikið gítasánd í laginu að það réttlæti 4 gítarleikara á sviðinu. Ég fékk í alvörunni þennan margfræga kjánahroll og skipti um stöð þegar þeir röðuðu sér upp fremst til að taka sólókaflann, þúst... bara WTF?!!! Mér finnst þetta alla vega leim (finn ekki nógu gott orð fyrir "leim" svo ég læt það bara standa).
O jæja. Við sjáum til hvað gerist á næstu mínútum... Hvað sem gerist verður vonandi gott partí á laugardaginn!


Powered by Blogger And Falconer Designs.