...
Jæja, ég fór að fordæmi Þarfa og fleira góðs fólks og stofnaði blogg á mbl.is. Það var nú samt aðallega til að geta kommentað hjá öðrum en ég asnaðist til að skrifa grein um stóra klámráðstefnumálið og er núna örugglega komin með fleiri heimsóknir þar á þremur dögum en á þetta blogg frá áramótum!
Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það, ég er nefnilega frekar mikil prívat manneskja í mér. Þó að ég komi fram undir nafni og mynd hérna þá er það eiginlega bara af því að þótt ég þekki ykkur ekki öll persónulega þá þykist ég vita að það eru fáir sem skoða þetta blogg sem eru ekki a) fjölskyldumeðlimir, b) vinir eða c) Gestapóar. Það finnst mér fínt!
Þetta mbl dæmi verður samt held ég meira pólitískt, skoðanatengt og tengt fréttum inn á mbl.is og þetta kannski meira persónulegt, ég ætla að sjá hvernig sú skipting gengur...
Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það, ég er nefnilega frekar mikil prívat manneskja í mér. Þó að ég komi fram undir nafni og mynd hérna þá er það eiginlega bara af því að þótt ég þekki ykkur ekki öll persónulega þá þykist ég vita að það eru fáir sem skoða þetta blogg sem eru ekki a) fjölskyldumeðlimir, b) vinir eða c) Gestapóar. Það finnst mér fínt!
Þetta mbl dæmi verður samt held ég meira pólitískt, skoðanatengt og tengt fréttum inn á mbl.is og þetta kannski meira persónulegt, ég ætla að sjá hvernig sú skipting gengur...